Á morgun, Laugardaginn 11. janúar, verður hið árlega Þrettándahlaup þar sem hlaupið verður frá Norðlingaholti vestur á Seltjarnarness að Gróttu og endað í sundlaug Seltjarnarness. Hlaupið hefst kl 10:00 við Norðlingaskóla og eru allir hlauparar, sem og aðrir, hvattir til þess að mæta og taka þátt í hlaupinu sem er öllum opið og frítt.
Leiðin er 21 km og er mjög þægileg, nánast allt niður á móti eða jafnslétt. Hlaupið verður sömuleiðis á þægilegum hraða og tekið skal fram að um skemmtihlaup er að ræða, þ.e. ekki keppnishlaup, nema auðvitað fyrir þá sem það vilja.
Þeir sem vilja taka þátt en treysta sér ekki í 21 km geta komið inn í hlaupið t.d. í Nauthólsvík en þá er eftir um 10 km leið. Einnig er hægt að koma inn í hlaupið við Bæjarskrifstofurnar á Seltjarnarnesi sem gerir um 5 km hlaup.
Hér að neðan má sjá kort af 21 km leiðinni:


Nánar um hlaupið og skráningu má finna á Facebook viðburði hlaupsins, nánar tiltekið hér: