Þrjár aðferðir til að tengjast náttúrunni að heiman

Þrjár aðferðir til að tengjast náttúrunni að heiman

Á síðastliðnum mánuðum hefur margt breyst í samfélaginu okkar sem hefur mismunandi áhrif á hvert og eitt okkar. Margir upplifa aukið eða minna álag í vinnu, standa jafnvel frammi fyrir því að vera með enga vinnu. Margir vinna hart að því að halda sér á jákvæðum nótum þrátt fyrir allt á meðan aðrir ráfa um ráðalausir og vita ekki hvert skal beina athyglinni. En mér þykir líklegt að flest öll séum við á báðum stöðum, reynum að halda í jákvæðnina en á sama tíma örlítið ráðalaus.

Eitt af því sem ég tel þó hvað mikilvægast, er að minna okkur á hversu mikil jákvæð áhrif útivist hefur á okkur. Ekki bara á þessum tímum heldur í rauninni alltaf. Náttúrurtenging og mikilvægi hennar fyrir okkur er ekki eitthvað sem við lærum í skóla en þrátt fyrir það eru áhrif hennar stór mögnuð. Það er hálf undarlegt að ekki sé meiri fræðsla þess efnis fyrir hina ungu kynslóðir.

Rannsóknir á vellíðan

Ekkert jafnast á við tilfinninguna við að koma heim eftir útiveru, hvort sem það er göngutúr í kringum húsið eða dagsferð upp á hæsta fjallstind. Þessi tilfinning er engin tilviljun og hefur margsinnis verið staðfest hvaða áhrif náttúrutenging hefur á líkama og huga. Ótal margar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif náttúrunnar á líkamlega og andlega líðan okkar sem staðfesta mikilvægi þess að halda sem mestri tengingu við náttúruna með einum eða öðrum hætti.

Í nútíma samfélagi er streita eitt stærsta og mest ört vaxandi vandamálið sem við horfumst í augu við. En það er staðreynd að eitt það helst sem náttúran er hvað best í er að minnka streitu og færa huganum ró. En hún kemur ekki til þín á meðan þú sækir ekki að henni. Nútímamaðurinn er vinnufús og er þrautseigja hans oft á tíðum blindandi. Á meðan við fylgjum okkar daglega flæði gleymum við stundum að fara út fyrir malbikið og fjarlægumst við þannig náttúrunni hægt og rólega, það verður til þess að við upplifum jafnvel aukna vanlíðan og streitu.

Við erum ekki öll á sama stað og upplifum einnig mismunandi líðan þegar við erum undir miklu álagi. Sumir upplifa kvíða og þunglyndi á meðan aðrir kannast ekki við það. Flest öll erum við samt líklega til í að auka við vellíðan og hamingju, hvar sem við stöndum. Hér eru nokkrar aðferðir sem þú getur gert til þess að færa náttúruna nær þér, án þess að þurfa að fara út fyrir.

Aðferðir

Náttúran umlykur okkur allt í kring og getum við með ýmsum hætti eflt tengingu við hana án þess þó að fara út af heimilinu. Hér eru nokkrar góðar aðferðir til að fá náttúruna nær þér fyrir aukna vellíðan og betri heilsu.

Plöntur á heimilið

Allt er vænt sem vel er grænt og á þetta ekki einungis við um mat heldur einnig umhverfið okkar. Plöntur er ekki bara til að lífga upp á stofuna heldur fylgir þeim góð orka og kunna margar tegundir þeirra að fríska upp á andrúmsloftið. Vísindalegar rannsóknir styðja einnig við húsplöntur og hefir verið sýnt fram á að þær geti bætt skap og einbeitingu ásamt því að stuðla að athafnasemi og sköpun. Stofublómin hafa einnig verið talin hafa róandi áhrif á kvíða og stress sem er fyrirbyggjandi gegn allskyns líkamlegum kvillum og sjúkdómum.
Lifandi verur þrífast auðvitað alltaf best með ást og umhyggju. Ef þú ert byrjandi mæli ég með plöntum sem eru auðveldar í umhirðu á borð við Monsteru eða Dracaena. Einnig eru kryddjurtir bæði náttúrulegur bragðbætir á diskinn og fallegar fyrir umhverfið! Mér finnst ein blóm og plöntur ein fallegast gjöf sem maður gefur. Þá er maður ekki aðeins að gefa eitthvað fallegt heldur líka eitthvað sem lætur fólki líða vel

Grænmeti og ávextir

Færðu náttúran nær þér á matardiskinn! Náttúran nærir okkur á bókstaflegan hátt. Að vera dugleg að borða grænmeti og ávexti er ekki bara eitthvað sem mamma sagði þér að gera af ástæðulausu, heldur gerir það okkur mjög gott. Enda veit hún alltaf best. Það er engin tilviljun að mínu mati að í náttúrunni skulu fyrirfinnast gjafir beint frá jörðinni sem okkur þykja bragðgóðir og styrkja okkar líkamlegu heilsu. Hin alræmdu jógafræði benda á að öll sú orka sem við innbyrðum hefur áhrif á hið andlega orkusvið. Það að neyta lífrænna matvæla er gott fyrir líkama og sál.
En hvort sem þú ert jógafræðingur eður ei þá eru læknar og vísindamenn á sama máli. Ávextir og grænmeti eru stútfull af mikilvægum næringarefnum, vítamínum og steinefnum og margar tegundir þeirra okkar stærsta uppspretta andoxunarefna sem er mikilvægt til þess að styrkja ónæmiskerfið okkar. Landlæknir bendir okkur á að borða að minnsta kosti 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og verð ég að segja að fátt þykir mér fallegra en litríkur diskur af ávöxtum og grænmeti.

Minna stafrænt og meira náttúruljós

Að spara rafmagnið er ekki bara gott fyrir náttúruna heldur einnig okkur sjálf. Því meira af náttúrulegu ljósi sem við fáum því betur líður okkur. Sólin er okkar besti D-vítamíngjafi en vert er að taka fram að líkaminn gerir ekki greinarmun á því hvort við fáum sólarvítamínin frá náttúruljósi úti eða inni og því kjósum við heitið “náttúruljós” í stað sólarljóss. Náttúruljósin verja okkur gegn skammdegisþunglyndi og hjálpa okkur að sofa betur.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum stafrænna lýsingar og náttúrulýsingar sem sýnt hafa fram á mikilvægi þess að hafa lýsingu við hæfi. Ljós hefur áhrif á melatónin framleiðslu í heilanum sem stjórnar þreytu stigi og svefn gæðum. Þetta hefur mun meiri áhrif á okkar andlegu líðan en margan kann að gruna. Í nútímasamfélagi eru þessum fræðum varðandi rétta lýsingu oft sópað undir borð vegna þess hve tæknivædd við erum orðin

Kertaljós í myrkrinu eru einnig þægileg og náttúruleg leið til lýsingar. Lýsing þeirra er mild fyrir augun í nætur dimmunni og hefur ilmur frá ilmkertum á borð við lavender, sítrónu, kanil eða júkaliptus sýnt fram á róandi áhrif á andlega heilsu.

Þessir tímar hafa verið okkur góð áminning um hvað við erum heppin með jörðina og það sem hún færir okkur. Það er undir okkur komið að viðhalda nánd við hana og það þarf alls ekki að þýða að þurfa að fara út fyrir bæinn eða lengst inn í skóg. Gerum það sem við getum í gegnum okkar daglegu rútínu og heilsum svo upp á náttúruna reglulega inn á milli.

Með kærri kveðju
Dísa

Heimildir

  1. Daniel T. C. Cox, Danielle F. Shanahan, Hannah L. Hudson, Kate E. Plummer, Gavin M. Siriwardena, Richard A. Fuller, Karen Anderson, Steven Hancock, Kevin J. Gaston, Doses of Neighborhood Nature: The Benefits for Mental Health of Living with Nature, BioScience, Volume 67, Issue 2, February 2017, Pages 147–155, https://doi.org/10.1093/biosci/biw173
  2. Fisher, J. D., & Farina, A. (1979). Consequences of beliefs about the nature of mental disorders. Journal of Abnormal Psychology, 88(3), 320–327. https://doi.org/10.1037/0021-843X.88.3.320
  3. Raquel A. Silva, Kim Rogers, Timothy J. Buckley. Advancing Environmental Epidemiology to Assess the Beneficial Influence of the Natural Environment on Human Health and Well-Being. Environmental Science & Technology 2018, 52 (17) , 9545-9555. https://doi.org/10.1021/acs.est.8b01781
  4. Kaplan R. The nature of the view from home: psychological benefits. Environ Behav. 2001;33:507–42. doi: 10.1177/00139160121973115
  5. Pearin LI. The social contexts of stress. In: Goldberger L, Breznitz S, editors. Handbook of stress. New York: The Free Press; 1993.
  6. Lee, M. S., Lee, J., Park, B. J., & Miyazaki, Y. (2015). Interaction with indoor plants may reduce psychological and physiological stress by suppressing autonomic nervous system activity in young adults: a randomized crossover study. Journal of physiological anthropology, 34(1), 21. https://doi.org/10.1186/s40101-015-0060-8
  7. Jackson M. (2014). The stress of life: a modern complaint?. Lancet (London, England), 383(9914), 300–301. https://doi.org/10.1016/s0140-6736(14)60093-3
  8. Natalie Butler, R.D., L.D. — Written by Beth Sissons on February 13, 2019 https://www.medicalnewstoday.com/articles/324431
  9. Mead M. N. (2008). Benefits of sunlight: a bright spot for human health. Environmental health perspectives, 116(4), A160–A167. https://doi.org/10.1289/ehp.116-a160 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2290997/#:~:text=As%20diurnal%20creatures%2C%20we%20humans,of%20the%20body’s%20circadian%20rhythms.
  10. Jeanne C. Meister September 03, 2018 https://hbr.org/2018/09/the-1-office-perk-natural-light
  11. https://www.express.co.uk/life-style/health/362320/Smells-to-make-you-well
  12. Profound Journey. Nóv 2016. https://profoundjourney.com/3-benefits-burning-candles/
    https://www.nature.com/articles/s41598-019-43864-6.pdf?origin=ppub

NÝLEGT