Sigga Dögg, kynfræðingur og talsmaður Natracare á Íslandi er einn margra fyrirlesara sem fram koma á sýningunni Lifum betur sem fram fer í Hörpu um helgina.
„Tölum tæpitungulaust um það að vera á blæðingum, áskoranir, umhverfissjónarmið og skemmtilegar sögur og minningar sem flestar túrverur deila.
Gerum blæðingar mannlegar og einlægar og fallegar. Ekkert pukur lengur, nú skal blæðingum fagnað á heilbrigðan og umhverfisvænan hátt,“segir í viðburðinum. TÖLUM UM TÚR
Fyrirlestraveisla
Á laugardag og sunnudag frá 10.30 til 15.00 verða 20 fyrirlestrar í boði um heilsu og umhverfismál í Kaldalóni í Hörpu.
Streita, þarmaflóran, mataræði, líkamsbeiting, plastlausar lausnir, heilbrigt heimili, vindmillur, ráð til að halda okkur í formi til áttrætt o.m.fl. verður tekið fyrir.
Með kaupum á VEISLUPASSA fylgir aðgangur að fjögurra vikna endurspilun á fyrirlestraveislunni og aðgangur að sýningu og örnámskeiðum alla helgina.
Fyrirkomulag í fyrirlestrasal; Fyrstir koma, fyrstir fá.
Á www.lifumbetur.is má finna nánari upplýsingar um alla fyrirlestranna, sýnendur og örnámskeið.
MIÐASALA:
https://tix.is/…/lifum-betur-2022-umhverfis-og…/
—-
OPNUNARTÍMI LIFUM BETUR Í HÖRPU
Föstudag 7. okt.: 15.00-19.00
Laugardag 8. okt.: 10.00-17.00
Sunnudag 9. okt.: 10.00-17.00