ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Trefjar fyrir heilsuna – Acacia Fiber

Trefjar fyrir heilsuna – Acacia Fiber

Með trefjaríkri fæðu nærum við góðu bakteríurnar í þörmunum sem byggja upp heilbrigða þarmaflóru sem hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trefjar eru ómeltanleg kolvetni sem finnast víðsvegar í fæðunni okkar s.s. í grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fræjum, hnetum og baunum. Acacia trefjar eru unnar úr safa Akasíutrésins og flokkast sem vatnsleysanlegar trefjar þar sem þær leysast auðveldlega upp í vatni og verða hlaupkenndar en dæmi um vatnsleysanlegar trefjar í fæðunni eru t.d. hafrar, hnetur, bláber, baunir og epli. Trefjaneysla Íslendinga er of lítil en ráðlagt er að við séum að fá a.m.k. 20-45 gr á dag af trefjum. Áhrif trefja á heilsu okkar eru margvísleg og er inntaka trefja talin draga úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum, ristilskrabbameini, sykursýki týpu 2, o.fl. lífsstíltengdum sjúkdómum.

Bætt melting og reglulegri hægðir

Trefjar draga til sín vatn og auka þannig umfang hægða sem gagnast bæði fyrir hægðatregðu og niðurgang. Trefjar halda hægðum reglulegum, koma jafnvægi á meltinguna og stuðla að heilbrigðari ristil. Trefjar geta dregið úr líkum á gyllinæð og ristilpokum og eru gagnlegar fyrir þá sem eru með iðraólgu.

Næring fyrir þarmaflóruna

Við erum það sem sem við nærum þarmaflóruna á og gegna trefjar þar lykilhlutverki. Trefjar örva vöxt æskilegra baktería í þörmunum með því að vera fæða (e.prebiotics) fyrir þær. Trefjar breyta einnig eðli ýmissa virkra efna í þörmunum og auka nýtingu næringarefna. Heilbrigð þarmaflóra er undirstaða góðrar heilsu og því eigum við að passa upp á að fá nægar trefjar úr fæðunni eða með því að taka inn trefjar reglulega.

Acacia Fiber fæst sem dæmi í H Verslun

Þyngdarlosun og jafnari blóðsykur

Trefjar eru taldar geta haft jákvæð áhrif á þyngdarlosun þar sem þær eru seðjandi og draga þannig úr hungurtilfinningu sem veldur því að við verðum fyrr södd og þurfum því minni skammta. Trefjar hægja einnig á losun kolvetna og sykurs út í blóðrásina, sem kemur í veg fyrir of háan blóðsykur og insúlínviðbragð. Trefjaríkt mataræði getur þannig haldið blóðsykursgildum í jafnvægi og dregið úr áhættu á að þróa sykursýki týpu 2.

Trefjar, kólesteról og hjartaheilsa

Trefjar lækka kólesteról með því að bindast kólesteróli í þörmunum. Þar sem trefjar frásogast ekki vel í þörmunum geta þær bundist kólesteról sameindum, komið í veg fyrir að þær frásogist í blóðrásina og komið þeim úr líkamanum með hægðum. Trefjar úr höfrum, hörfræjum og baunum hafa sýnt fram á lækkun vonda (LDL) kólesteróls í blóði. Önnur hjartavæn áhrif trefja eru lækkun háþrýstings og minni bólgumyndun. 

Ráð varðandi notkun trefja

Það eina sem þarf að gæta að þegar borðuð er mjög trefjarík fæða og við inntöku trefja bætiefna er að drekka nægilega mikið vatn samhliða því annars getur það ýtt undir hægðatregðu. Hægt er að nota Acacia fiber daglega ef vill og er þá mælt með ½-1 msk daglega í 250 ml af vökva (vatn eða annan drykk). Gott er að byrja á minni skammt t.d. 1 tsk og auka svo skammtinn í kjölfarið.

Hér má svo finna góðan meltingar og trefjadrykk sem er stútfullur af næringarefnum sem hjálpa okkur að bæta meltinguna og heilsuna okkar.

Höfundur: Ásdís Grasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest