Trefjar sem styrkja og efla ónæmiskerfi líkamans

Trefjar sem styrkja og efla ónæmiskerfi líkamans

Þegar líður á haustið og daginn tekur að stytta, fara ýmsir krankleikar oft að hrjá fólk. Flensur og kvef eru þar ofarlega á lista, en til að forðast slíkt er mikilvægt að styrkja og efla ónæmiskerfi líkamans, svo hann geti sjálfur séð um að verja sig.

Ónæmiskerfið er mjög tengt ástandi örveruflóru þarmanna, svo allt sem styrkir hana og heldur meltingarveginum sterkum og virkum, er því gott fyrir ónæmiskerfi líkamans.

HVAÐ ER BETA-GLUCAN?

Beta-Glucan er ein tegund af uppleysanlegum trefjum, en trefjar skiptast í tvo flokka, uppleysanlegar og óuppleysanlegar. Beta-Glucan er unnið úr Saccharomyces cerevisiae eða ölgeri, sem stundum kallast bakarager. Það finnst reyndar líka í heilkorni, höfrum, hveitiklíði, hveiti og byggi. Líkt og með mörg önnur trefjaefni er Beta-Glucan nú til sem bætiefnið Beta-Glucan með ImmuneEnhancerä frá NOW.

ERU TREFJAR NAUÐSYNLEGAR?

Við fáum almennt trefjar úr þeim jurtum sem við neytum. Uppleysanlegar trefjar eins og Beta-Glucan leysast að hluta upp í vatni, en óuppleysanlegar trefjar gera það alls ekki. Trefjar stuðla að góðri heilsu með því að hjálpa líkamanum að lækka kólesteról og halda jafnvægi á blóðsykri. Þær koma líka í veg fyrir hægðatregðu og önnur meltingarvandamál, viðhalda heilbrigðri örveruflóru þarma og stuðla að þyngdarstjórnun.

Þar sem trefjarnar í Beta-Glucan eru uppleysanlegar, hægja þær á ferð fæðunnar í gegnum smáþarmana. Það leiðir til þess að það tekur líkamann lengri tíma að melta fæðuna. Þar sem Beta-Glucan trefjarnar eru ómeltanlegar, fara þær í gegnum allan meltingarveginn. Á leið sinni í gegnum hann, dragar þær til sín kólesteról og hreinsa út með sér, þannig að það lækkar.

Hægari melting, leiðir til þess að upptaka líkamans á sykri er ekki eins hröð. Þannig dregur úr sveiflum á blóðsykri og hann helst í meira jafnvægi. Beta-Glucan er því gott fyrir þá sem eru með háan blóðsykur eða með sykursýki týpu 2, sem halda má niðri með fæðu og bætiefnum.

BÆTIR HJARTAHEILSUNA OG ÖRVAR ÓNÆMISKERFIÐ

Vísindalegar rannsóknir sýna að Beta-Glucan getur bætt hjartaheilsuna. Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (The U.S. Food and Drug Administration-FDA) hefur samþykkt sérstakan límmiða sem setja má á fæðutegundir sem innihalda mikið af Beta-Glucani.

Vísindamenn telja einnig að Beta-Glucan geti örvað og styrkt ónæmiskerfi líkamans og hjálpað honum að verja sig gegn sjúkdómum og sýkingum.

Beta-Glucan ImmuneEnhancerä frá NOW er að mínu mati eitt af þessum vetrarvítamínum, sem gott er að taka daglega, alla vega fram að jafndægri á vori, þegar sólin fer að hækka á ný.

Höfundur: Guðrún Bergmann

Heimildir:
www.healthline.com
www.verywellhealth.com

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest