Tryllt súkkulaðikaka í hollari búning

Tryllt súkkulaðikaka í hollari búning

Innihald

125 gr hnetur að eigin vali, t.d. möndlur og valhnetur til helminga.
150 gr dökkt súkkulaði (hægt að nota sykurlaust og/eða vegan súkkulaði)
50 gr kókosmjöl
50 gr kakóduft
75 gr kókosolía
1 dl mjólk (hægt að nota jurtamjólk, t.d. möndlumjólk)
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
5 ferskar döðlur (fjarlægið steinana)
2 þroskaðir bananar
2 egg
Klípa salt

Súkkulaðikaka NordicFoodLiving

Súkkulaðikaka NordicFoodLiving

Aðferð

  1. Setjið 50 gr af hnetum í matvinnsuvél og vinnið þar til þær verða að mjöli (hægt að nota möndlumjöl).
  2. Saxið gróflega restina af hnetunum (75 gr) og dökka súkkulaðið.
  3. Blandið saman öllum hnetunum, súkkulaðinu, kókosmjölinu, lyftiduftinu, kakóduftinu og salti í stórri skál.
  4. Fjarlægið steinana úr döðlunum og blandið þeim saman við bananana í blender eða matvinnsluvél.
  5. Mýkjið kókosolíuna á lágum hita og hellið saman við döðlu- og bananablönduna. Bætið mjólkinni, eggjunum og vanilludropunum vel saman við.
  6. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og blandið öllu vel saman.
  7. Setjið bökunarpappír í kökuform eða eldfast mót og hellið blöndunni í. Form sem er 20×25 cm dugar sem dæmi.
  8. Skreytið kökuna með söxuðum hnetum og kókosmjöli (valfrjálst).
  9. Bakið kökuna við 170°C í u.þ.b. 40-45 mínútur.

Súkkulaðikaka NordicFoodLiving

Súkkulaðikaka NordicFoodLiving

Súkkulaðikaka NordicFoodLiving

Súkkulaðikaka NordicFoodLiving

H Magasín á Facebook: @hmagasin

H Magasín á Instagram: @h.magasin

NÝLEGT