Innihald
125 gr hnetur að eigin vali, t.d. möndlur og valhnetur til helminga.
150 gr dökkt súkkulaði (hægt að nota sykurlaust og/eða vegan súkkulaði)
50 gr kókosmjöl
50 gr kakóduft
75 gr kókosolía
1 dl mjólk (hægt að nota jurtamjólk, t.d. möndlumjólk)
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
5 ferskar döðlur (fjarlægið steinana)
2 þroskaðir bananar
2 egg
Klípa salt
Aðferð
- Setjið 50 gr af hnetum í matvinnsuvél og vinnið þar til þær verða að mjöli (hægt að nota möndlumjöl).
- Saxið gróflega restina af hnetunum (75 gr) og dökka súkkulaðið.
- Blandið saman öllum hnetunum, súkkulaðinu, kókosmjölinu, lyftiduftinu, kakóduftinu og salti í stórri skál.
- Fjarlægið steinana úr döðlunum og blandið þeim saman við bananana í blender eða matvinnsluvél.
- Mýkjið kókosolíuna á lágum hita og hellið saman við döðlu- og bananablönduna. Bætið mjólkinni, eggjunum og vanilludropunum vel saman við.
- Hellið blöndunni saman við þurrefnin og blandið öllu vel saman.
- Setjið bökunarpappír í kökuform eða eldfast mót og hellið blöndunni í. Form sem er 20×25 cm dugar sem dæmi.
- Skreytið kökuna með söxuðum hnetum og kókosmjöli (valfrjálst).
- Bakið kökuna við 170°C í u.þ.b. 40-45 mínútur.
H Magasín á Facebook: @hmagasin
H Magasín á Instagram: @h.magasin