Search
Close this search box.
Túrvæðing í MS

Túrvæðing í MS

Hver ert þú og hvaða hlutverki gegnir þú innan veggja MS?

Ég heiti Sverrir Steinn Stefánsson og er 19 ára strákur sem er að klára stúdent í Menntaskólanum Við Sund í vor. Ég er varaformaður Feministafélags MS þar sem ég er hægri hönd Kristínar Lilju formanns þegar verkefni og atburðir koma upp. Einnig til að fylla upp í hennar skarð þegar hún er fjarverandi.

14222308_10208044615567035_4639213227670312741_n

Sverrir Steinn Stefánsson (til vinstri) ásamt vini sínum Ísaki Óla Helgasyni.

Segðu okkur aðeins frá störfum Feministafélagsins?

Feministafélagið sinnir rosalega fjölbreyttu starfi. Við sjáum meðal annars um að allir nemendur séu meðvitaðir um rétt sinn. Ef nemandi telur að það sé verið að brjóta á sér eða að hafi verið brotið á sér getur hann alltaf leitað til okkar og við sjáum um að leysa það í samstarfi við yfirmenn skólans. Við stuðlum líka að því að sjálfsögðu að jafnrétti sé á milli kynja og við erum bara lítill hópur af stórri hreyfingu sem er að reyna leggja sitt af mörkum til að gera heiminn aðeins betri í dag en hann var í gær. Einnig reynum við að upplýsa nemendur um hvað „feminismi“ er og fá nemendur til að skilja hvað hugtakið þýðir og afhverju þessi barátta er eins mikilvæg og hún er.

Mér fannst oft á tíðum eins og stelpur væru í raun einar í þessu og þótt að margir karlmenn styðji vel við bakið á þeim eru aftur á móti of margir sem eru hlutlausir og jafnvel andspænis þessari hreyfingu

Hvernig kom það til að þú gekkst til liðs við Feministafélagið?

Mig hefur langar til þess að leggja mitt af mörkum í þessari baráttu eftir að hafa séð árangurinn sem þessi barátta hefur skilað undanfarin ár. Mér fannst oft á tíðum eins og stelpur væru í raun einar í þessu og þótt að margir karlmenn styðji vel við bakið á þeim eru aftur á móti of margir sem eru hlutlausir og jafnvel andspænis þessari hreyfingu, sem fær mann í raun bara til að vilja upplýsa og fá menn jafnt sem konur til að skilja út á hvað þetta gengur. Að þetta sé í raun í hagur allra og að það sé árið 2017 og það að við séum ennþá í eitthversskonar baráttu um þetta sé bara fáránlegt.

Hvaðan kemur hugmyndin að bjóða uppá frí dömubindi og túrtappa fyrir samnemendur ykkar?

Það hefur alltaf verið svona á bakvið eyrað að skella þessari hugmynd í framkvæmd. Það var í raun ekki fyrr en ég og Orri Steinn vinur minn vorum í miklum samræðum um jafnréttisbaráttuna að við urðum meira og meira gáttaðir á því að svona nauðsynjarvörur væru ekki á boðstólnum fyrir konur. Orri hvatti mig til að sjá hvað ég gæti gert í þessu og þá fór ég að hringja símtöl út um allan bæ að reyna sjá hvar væri hægt að koma þessu í kring. Það endaði með því að komst í samband við Hildi vörumerkjastjóra hjá Natracare á Íslandi sem var gríðarlega opin fyrir þessu og hjálpsöm. Það átti stóran þátt í því að þessi hugmynd varð að veruleika.

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

Viðbrögðin hafa í raun bara verið mjög jákvæð. Það tóku allir mjög vel í þetta, strákar jafnt sem stelpur. Stjórnendur skólans voru mjög hjálpsamir og í sameiningu fundum við lausn á því hvernig væri best að haga þessu. Ég hef ekki mikið verið að spurjast fyrir svo sem hvort að stelpurnar séu að nýta sér þetta en ég hef fulla trú á því að þetta sé að koma að góðum notum og að þetta hjálpi okkur að gera umhverfið sem þægilegast fyrir bæði kyn.

Nú þegar þetta er búið og gert þá þýðir ekkert að fara taka skref afturábak og hætta þessu.

Er áhugi fyrir því að halda þessu áfram?

Að sjálfsögðu. Þetta var aldrei hugsað sem einhver skammtímalausn, þetta er bara nauðsyn sem í raun á að vera í öllum menntaskólum á Íslandi. Nú þegar þetta er búið og gert þá þýðir ekkert að fara taka skref afturábak og hætta þessu. Ég er viss um að stjórnendur skólans ásamt yngri nemendum munu halda þessu verkefni gangandi þangað til að þetta verði í raun bara sjálfgefið mál í öllum skólum á landinu.

Af hverju völdu þið samstarf við Natracare?

Ég sjálfur var nú ekki rosa kunnugur um hvaða fyrirtæki væru að sjá um framleiðslu á dömubindum og túrtöppum. Ég viðurkenni það ég þurfti að spyrjast fyrir hjá stelpum og fá upplýsingar um hvaða fyrirtæki það væru sem væru að sjá um þessa framleiðslu. Þegar ég heyrði að það væri Natracare þá byrjaði ég bara á því að hringja í Hagkaup og endaði svo eftir nokkur símtöl hjá Hildi vörumerkjastjóra sem hjálpaði mér að koma þessu í gegn.

Höfundur: Sverrir Steinn Stefánsson / H Talari

NÝLEGT