Search
Close this search box.
Úlpudagar í H Verslun

Úlpudagar í H Verslun

Um þessar mundir standa yfir úlpudagar í H Verslun. En H Verslun opnaði á dögunum nýja og mikið endurbætta vefverslun, hverslun.is. Með bættri notendaupplifun hefur þjónustustig H Verslunar verið aukið með margvíslegum hætti. Notendur geta meðal annars skoðað vörur tengdar sinni uppáhalds hreyfingu. Öll vöruleit og framstilling á vörum á síðunni hefur verið endurbætt og ferlið einfaldað fyrir notendur. Þá geta notendur sem skrá sig inn á síðuna gefið upplýsingar um sín áhugamál í skráningarferlinu og þannig fengið persónulegri upplifun á síðunni og séð efni og skilaboð tengt þeirra áhugamálum.

Á hverslun.is má finna allt sem þarf til að stuðla að heilsusamlegum lífsstíl. Verslunin býður upp á mikið úrval af fatnaði, skóm og öðrum búnað fyrir allar vinsælustu tegundir hreyfingar hvort sem um er að ræða æfingar, hlaup, golf, sund, fjallgöngur sem og alla almenna útivist. Þá er einnig að finna í versluninni vítamín, bætiefni, snyrtivörur og aukahluti svo eitthvað sé nefnt. Í H Verslun er hægt að finna eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni frá vörumerkjum eins og Nike, Houdini, Speedo, Camelbak, NOW, Garmin, og Bose svo eitthvað sé nefnt.

Úlpudagar

Í H Verslun má finna eitt mesta úrval landsins af Nike vörum, en Nike er eitt fremsta íþróttavörumerki í heiminum í dag og þarf vart að kynna fyrir Íslendingum.

Houdini er sænskt útivistarmerki í fremstu röð og framleiðir hágæða útivistarfatnað sem er bæði endurnýtanlegur og endurvinnanlegur. Fyrir utan hversu vandaðar og umhverfisvænar vörurnar eru þá eru þær sterkar og einstaklega flottar. Houdini framleiðir allt frá ullarfatnaði upp í hágæða skeljar og úlpur. Það sem er einstakt við vörurnar frá Houdini er að framleiðslan er umhverfisvæn og fatnaðurinn endurvinnanlegur og endurnýtanlegur.

Á úlpudögum í H Verslun er 30% afsláttur af öllum úlpum frá Nike og Houdini, hér að neðan má sjá nokkrar af þeim úlpum sem eru á afslætti.

Cloud hentar báðum kynjum og er fjölnota

Cloud frá Houdini er ekki bara flott úlpa heldur getur það verið koddi, teppi og auka fylling í svefnpokann þinn svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega hlý, létt og fjölnota flík fyllt með primaloft. Cloud hentar báðum kynjum og kemur í nokkrum litum.

Windrunner dúnúlpa

Nike Sportswear windrunner dúnúlpa. Létt og hlý úlpa sem hentar vel þegar fer að kólna úti. Úlpan er unnin úr að minnsta kosti 50% endurunnu polyester. Vatnsfráhrindandi efni á ysta lagi.

Fall in Parka primaloft skel

Primaloft Fall in Parka úlpan er hin fullkomna vetrarúlpa. Mjög létt, lipur og einstaklega þægileg. Það sem er einstakt við Parka úlpuna er að hún er vatns-, vindheld og þar sem ytra byrðið er skel. Úlpan er mjög hlý og vel fóðruð með 100% Primaloft silver. Beint afslappað snið, stór stillanleg hetta og stórir vasar. Kemur í herra- og dömustærðum og nokkrum litum.

Sportswear dúnúlpa

Nike Sportswear dúnúlpa. Hentar vel á köldum vetrar dögum, stutt og fallegt snið sem heldur á þér hita.

Sportswear barnaúlpa frá Nike

Nike Sportswear barna dúnúlpa. Hentar vel á köldum vetrar dögum, fallegt snið sem heldur á þér hita frá toppi til táar. Ytra lag úlpunnar er úr vatnsfráhrindandi efni sem hlífir þér frá léttu regni og vindi.

Up primaloft úlpa

Houdini Up jakki er léttur, pakkanlegur einangrunarjakki, bólstraður með Primaloft® Gold Active +. Vind- og vatnsfráhrindandi og andar mjög vel.

Á hverslun.is má sjá enn meira úrval af úlpum sem nú eru á tilboði:

Hér er hlekkur á úlpudaga kvenna úlpur

Hér er hlekkur á úlpudaga herra úlpur

Hér er hlekkur á úlpudaga barna úlpur

NÝLEGT