RVKFIT

 Ingibjörg Thelma er 23 ára gömul, starfar sem hóptímakennari í World Class og sem flugfreyja hjá Icelandair á sumrin ásamt því að vera nemandi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ingibjörg hefur stundað allmargar íþróttir í gegnum tíðina en lengst af æfði hún fótbolta og keppti í motocrossi, en stundar motorcross-ið ennþá við tækifæri.

Birgitta Líf er 24 ára meistaranemi og dansari sem starfar sem samfélagsmiðlastjóri World Class og Laugar Spa, er flugfreyja hjá Icelandair á sumrin og einn af framkvæmdastjórum Ungfrú Ísland.

,,Heilbrigður lífsstíll er í okkar huga góð blanda af hollu matarræði ásamt reglulegum æfingum en við í RVKFIT einblínum á jafnvægi bæði hvað varðar mat og æfingar. Það sem einkennir RVKFIT er að hópurinn er fjölbreytt blanda af ósköp venjulegum stelpum sem lifa hvorki við öfgar í æfingum né mataræði. Hjá okkur skiptir jafnvægið höfuðmáli en heilbrigður lífsstíll er eitthvað sem þarf að geta viðhaldist ævilangt. Við stelpurnar erum allar mjög ólíkar en eigum það sameiginlegt að vera saman í þjálfun hjá Hilmari Birni í World Class og erum við duglegar að sýna frá þjálfun, fjölbreyttum æfingum, uppskriftum og öðru því tengdu ásamt daglegu lífi.”

Snapchat:

RVKFIT

Instagram:

ingibjorgthelma og birgittalif

 

 

Höfundar: Birgitta Líf og Ingibjörg Thelma (RvkFit)