Túrmerik: Allra meina bót

Bólgueyðandi 

Túrmerik er sérstaklega þekkt fyrir að vera bólgueyðandi en það er þökk sé curcumin sem er virka efnið í túrmerik. Curcumin er kröftugt andoxunarefni en það er erfitt fyrir líkamann að taka curcumin upp í blóðrásina og því er curcumin oft tekið með svörtum pipar. Í svörtum pipar er efnið ‘piperine’ sem eykur upptöku curcumin um 2000%! 

Verndar hjartað

Curcumin hefur sýnt fram á að það lækkar LDL (slæma) kólesteról líkamans og viðheldur því heilbrigðu hjarta. Curcumin kemur einnig í veg fyrir blóðtappa.

Verndar heilastarfsemi

Elliglöp og Alzheimer eru oft tengd við vaxtarhormónið BDNF. Curcumin hefur jákvæð áhrif á BDNF og getur seinkað eða jafnvel umsnúið mörgum heilasjúkdómum eða hrörnun heilans vegna gamals aldurs.

Minnkar líkur á krabbameini

Túrmerik kann vera eitt kröftugasta náttúrulega efnið sem berst gegn krabbameini. Það getur komið í veg fyrir vöxt krabbameins og einnig hindrað útbreiðslu þess.

Turmeric

Túrmerik drykkur

  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1/4 – 1/2 tsk af túrmerik kryddi frá Himneskri Hollustu
  • Dass af svörtum pipar 

Allt sett út í glas af heitu vatni og hrært vel saman. Athugið að túrmerik á það til að sökkva á botninn svo ég mæli með að hræra reglulega í glasinu á meðan drukkið er. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Turmerik_cover

Turmerik_top

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu 


Höfundur: Asta Eats
Heimildir teknar af vefsíðunni: http://www.healthy-holistic-living.com