Hér fer Aldís Ylfa með okkur yfir uppáhalds æfingarnar sínar sem eru jafnframt nokkuð fljótlegar í framkvæmd.
æfing 1 – tekur 30 mín.
Fyrsta æfingin er keyrsluæfing þar sem þú gerir þrjár mismunandi æfingar á 30 mín. Þú klárar hvert holl fyrir sig á 6 mín og hvílir út 10 mín (4 mín í hvíld). Gott er að vera búin að gera allt klárt áður en þú byrjar að vinna. Allar æfingar eru með eigin líkamsþyngd. Auðvitað er hægt að bæta við einu eða tveimur hollum í viðbót ef þér hentar eða bæta við æfingum í hvert holl fyrir sig.
Holl eitt – keyra í 6 mín.
- 30 sek á hlaupabretti á hraða 17,0 – 19,0 (sprettur)
- 10 armbeygjur
- 20 hjól (magaæfing)
- 30 klifur
* Síðan endurtekuru þessar æfingar út 6 mín og hvílir út þessar fjórar *
Holl tvö – keyra í 6 mín
- róður 10 cal
- 10 burpees
- 10 hnébeygjur
- 10 bolta slamm
*Síðan endurtekuru þessar æfingar út 6 mín og hvílir út þessar fjórar*
Holl þrjú – keyra í 6 mín
- Assault bike 10 cal
- planki í 30 sek
- hliðarplanki 15 sek / hliðarplanki 15 sek
- 20 mjaðmaréttur
*Síðan endurtekuru þessar æfingar út 6 mín og hvílir út þessar fjórar*
Þessi æfing nær púlsinum vel upp og mér finnst hún mjög skemmtileg og krefjandi þótt svo að þú sért bara að nota þína eigin líkamsþyngd. Markmiðið er að reyna að gera æfinguna eins hratt og þú ræður við ásamt því að vera vanda sig.
Æfing 2 – tekur 20 mín.
Þú vinnur í 20 mín í gegnum þennan píramída og reynir að gera eins margar endurtekningar og þú getur. Það fer augljóslega að hægja vel á þér í lokinn en þetta er mjög skemmtileg sprengja og getur einnig verið finisher ef þú vilt. Hér er fínt að vera með svona æfingateyju, bæði stóra fyrir upphífingarnar og litla fyrir rassæfingarnar.
- 40 sek sprettur á hlaupabretti (17,0 – 19,0)
- 10 upphífingar
- 10 burpees
- 30 sek sprettur á hlaupabretti (17,0 – 19,0)
- 10 axlarpressur (5 á hönd)
- 10 hnébeygjur með bjöllu
- 20 sek sprettur á hlaupabretti (17,0 – 19,0)
- 10 skref til hægri og 10 skref til vinstri (rassaæfing)
- 20 stjörnuhopp með teyju ( sundur saman)
Ég vona að þið náið að nýta ykkur þessar æfingar næst þegar þið hafið lítin tíma eða nennið hreinlega ekki að hreyfa ykkur í dag og langar að drífa þetta af. Endilega sendi mér myndir eða eitthvað skemmtilegt 🙂 Langar mikið að sjá.
Þangað til næst 🙂
Höfundur: Aldís Ylfa