Chocolate & Love
Ég meina nafnið segir allt sem segja þarf! En þessi súkkulaði lína er ný á markað og er með nokkrar vegan útgáfur sem gleður mig þvílíkt. Uppáhalds hjá mér er Mintu súkkulaðið – þið bara verðið að smakka! Ekki skemmir fyrir að það sé einnig lífrænt!
FitAid
Kemur kannski ekki mikið á óvart en FitAid er það sem líkaminn minn gjörsamlega þráir eftir æfingar – bestur ííískaldur strax eftir æfingar! FitAid er drukkin sem recovery drykkur og inniheldur hágæða innihaldsefni meðal annars túrmerkik sem er náttúrulegur bólgueyðandi.
Rebel Kitchen – Mylk
Þessi kókosmjólk er sú besta á markaðnum – heyrðuð það hér! Hún er það góð að ég sá Davið Beckham með Rebel Kitchen á sínu Instagram story – mjög random. En mjólkin er sykurlaus en samt frekar sæt á bragðið – en það sem ég elska er að hún er alveg hvít, finnst það vera lang girnilegast!
Chia Fræ
Ekki flókin vara en ég hef verið að setja chia fræ úta allt! Grauta, smoothie, acaii, prótein shake – bara allt! Geggjuð leið til að bæta við hollri fitu og trefjum máltíð og elska áferðina.
Nakd – Penut Delight
Ef þið eruð eitthvað að fylgja mér á samfélagsmiðlum þá sést mín þráhyggja á þessu – ég fæ mér að minnsta kosti eitt Nakd á dag og þá allra helst Penut Delight! Þið bara verðið að prófa að frysta þetta!
Falafel bollur
Vegan og glútein lausar falafel bollur! Nota þessar í falafel salat eða vefjur og eru ekkert smá bragðgóðar. Einnig eru þær einu glúteinlausu bollurnar sem ég hef fundið – oft getur verið hveiti í þessum bollum en í þessum er einungis kjúklingabaunir, grænmeti og krydd! Þvílík dásemd
En takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3
INSTAGRAM
– Hildur Sif Hauks