Uppáhalds skór

Uppáhalds skór

NIKE WMNS NIKE SOCK DART

Ég verð að viðurkenna það að ég var ekki viss með þessa skó þegar ég sá þá fyrst, en það átti svo sannarlega eftir að breytast. Einn daginn ákvað ég að máta, var pínu komin á þann stað að mig sárvantaði skó. Mér fannst þeir allt í lag en ekki nógu góðir eða þægilegir til þess að kaupa þá. Ég ákvað þó seinna að slá til og vá! Þetta eru einu bestu skór sem ég hef gengið í. Rosalega þægilegir og besta við þá er að þurfa ekki að vera í sokkum enda er ég ekki mikil sokkamanneskja. Með þykkum botni og anda mjög vel.

CONVERSE – CTAS SV OS OPTICAL WHITE

Ég flutti til Svíþjóðar árið 2009 ásamt fjölskyldu minni og bjuggum við þar í tvö ár. Þar var og er ennþá mikil Converse menning, allir voru í Converse og áttu allar týpur, bæði háa og láa og nánast alla liti. Æðið var ekki enn komið til Íslands, þannig að ég ákvað að verða eins sænsk og ég gat og kaupa mér allar týpurnar. Keypti hvíta, bæði háa og láa, bláa og gráa. Þeir eru mjög klassískir og virka við allt enda á ég mörg pör og nota ennþá mikið.

Núna í sumar ákvað H Verslun að byrja selja Converse hjá sér, mér til mikillar gleði. Ég ákvað að fá mér týpuna með frönskum rennilás af því þeir eru ólíkir öðrum Converse skóm sem ég á. Þeir stóðust svo sannarlega allar mínar væntingar, þeir eru líkir þeim gömlu en mér persónulega finnst þeir flottari.

DR MARTENS 

Að lokum langar mig að tala um DR Martens skóna, sem allir virðast eiga enda hrikalega flottir við allt. Ég nota mína bæði við fín föt og einnig við kósý buxur og hettupeysur. Ég átti þessa týpísku svörtu leður með reimunum en ég hef eiginlega ekki notað þá eftir að ég fékk mér þessa. Mjög þægilegt að komast í þá og síðan eru þeir mjög klæðanlegir eins og ég sagði áðan. Mér finnst líka spennandi að fá mér með fóðri inn í fyrir veturinn. Ég efast ekki um að þetta eru frábærir vetrarskór.

Þar til næst!!
Instagram: aldisylfah

Höfundur: Aldís Ylfa

NÝLEGT