Uppgjör Ágústmánaðar

Uppgjör Ágústmánaðar

Blueprint-todd-mcfarlane

 

The Blueprint.

Vel framleiddir og áhugaverðir vefþættir frá Complex. Rætt er við fólk sem skarað hefur fram úr í sínu fagi og lýsir leið sinni að toppnum ásamt fleiri fróðleiksmolum.

Original_lil-uzi-vert-luv-is-rage-2 Lil Uzi Vert – LUV Is Rage 2.

Frábær plata frá besta rappara sinnar kynslóðar, Lil Uzi Vert. Eftir langa bið og mikla eftirvæntingu kom hún loksins út þann 25. Ágúst.  Lögin sem standa upp úr að mínu mati eru Dark Queen, X og Feelings Mutual.

 

ASAP-Mob-Cozy-Tapes-2-Too-Cozy-Cover A$AP Mob – Cozy Tapes Vol. 2: Too Cozy.

Önnur plata A$AP Mob úr Cozy Tapes seríunni kom mér á óvart, þar sem ég vissi ekki einu sinni af henni fyrr en hún kom út. Í heild sinni er platan ágæt með nokkrum mjög góðum lögum inn á milli, þá flest öll Playboi Carti að þakka. Til dæmis; Perry Aye, Blowin’ Minds og Bahamas.

 

Artworks-000237333951-oe9ccs-t500x500 draingang – D&G.

Meistaraverk úr smiðju sænsku autotune-englanna Bladee, Ecco2k og Thaiboy Digital. Allir taktar eftir whitearmor. Svíarnir standa fyrir sínu í gegnum alla plötuna og gamli félagi þeirra, Yung Lean kemur fram á tvemur lögum. Uppáhalds lögin mín á plötunni eru Can’t Trust og Black Boy.

 

4b9291133dc9dcc87e092b69f65e8960f6d2a4d4 Ozark.

Netflix þættir um bandaríska fjölskyldu sem lendir í hinum ýmsu vandamálum vegna peningaþvætti föðursins. Það mætti vissulega kalla þá Breaking Bad fátæka mannsins en þjóna þeir þó tilgangi sínum sem hin fínasta skemmtun.

 

 

Frank-ocean-provider-01-480x320 Frank Ocean – Provider.

Yndislegt lag frá uppáhalds tónlistarmanninum mínum, Frank Ocean.

 

1502384131_82d260c269e1be47b10e4ddb3e5099a7 A$AP Ferg – Nasty (Who Dat) ft. Migos.

Lag frá Still Striving plötu A$AP Ferg sem kom út í mánuðinum þar sem minn maður Takeoff úr Migos fer með stórleik.

 

 

Bergþór Másson

 

NÝLEGT