Audible
App á vegum Amazon sem ég uppgötvaði núna í mánuðinum. Hægt er að skrá sig í “free trial” og fá eina fría hljóðbók með trial-inu. Fáránlega þægilegt og skilvirkt.
EIGHTY SIXED – Cazzie David
Vefsería á Youtube eftir Cazzie David sem er einmitt dóttir Larry David. Þættirnir eru mjög vel skrifaðir og í svipuðum stíl og Curb Your Enthusiasm.
Geisha Cartel – Vera Ég ft. Fevor
Banger frá Geisha Cartel, uppáhalds íslensku hljómsveitinni minni.
Neo Yokio
Anime þættir frá Netflix þar sem Jaden Smith fer með aðalhlutverkið og meistararnir The Kid Mero og Desus Nice koma einnig fram. Mjög gott handrit og góður söguþráður.
Nike “Ten” Talk
Umræður haldnar af Virgil Abloh um íþróttir, menningu, tónlist og tísku. Meðal meðmælanda eru Vince Staples, Bloody Osiris, Eric Koston, JR Smith og Odell Beckham Jr.
Origins – Curb Your Enthusiasm
Podcast eftir James Andrew Miller þar sem hann rekur sögu Curb Your Enthusiasm, besta sjónarpsþætti allratíma. Rætt er við leikara og fólkið á bakvið tjöldin og segja þau frá því hvað aðskilur Curb frá venjulegum grínþætti og fara yfir alla sögu þáttarins. Mæli sterklega með þessu fyrir alla Larry David aðdáendur.
Youngboy NBA – AI Youngboy
Rosaleg plata frá unga stráknum Youngboy Never Broke Again. Kom vissulega út í Ágúst en ég uppgötvaði hana ekki fyrr en í September og hef hlustað á fátt annað en þessa plötu síðastliðnar vikur.
Yung Lean – Hunting My Own Skin & Red Bottom Sky
Ótrúlega góð lög sem Yung Lean gaf út í mánuðinum, bíð spenntur eftir plötunni hans sem kemur út þann 10. Nóvember.