Það getur stundum verið snúið að finna gott kex sem janframt er hollt og ketó-vænt. Flest hrökk-kex sem fást í hefðbundnum verslunum innihalda verulegt magn af hveiti, kolvetnum og öðrum óæskilegum aukaefnum. Fyrir fólk á ketó sem og aðra sem leitast eftir hollari valkosti þegar kemur að kexi er því fátt annað í stöðunni en að segja skilið við hrökk-kexið, finna til innihaldsefnin sem sjá má hér að neðan og henda í gott frækex.
Innihald:
- 1 x 250 g poki af blönduðum fræjum, Himnesk hollusta
- 100 g ostur, má vera blanda af mosarella og parmesan líka
- 1msk husk NOW
- 1/2 tsk bleikt salt eða gróft sjávarsalt
- 1 egg
- 1/2 dl vatn
Aðferð:
Hrærið öllu saman í skál og smyrjið þunnt á bökunarplötu með smjörpappír.
Bakið á 170°með blæstri í 20 mín. Takið kexið út og skerið í ferning.
Látið kexið aftur í ofn í 10 mín og slökkvið svo á ofninum meðan það kólnar.