Innihald fyrir 5-6 skammta
1 poki spínat
200 ml vatn
1-2 avocado (fer eftir stærð)
1 gúrka
2 kiwi
2-3 sellerístönglar
Brokkolí eftir smekk
Góður biti af engifer
1 dl jómfrúar ólífuolía
Túrmerik
Svartur pipar
Nokkrir klakar
3 msk chiafræ (bleyta í 200 ml af vatni í a.m.k. 10 mínútur)
Jarðaber/hindber/bláber eftir smekk
Aðferð
Allt sett saman í blandara nema chia fræin, þau eru sett í bleyti á meðan. Safinn er settur í box eða krukku til dæmis, chia fræjunum er bætt saman við og ber sett ofan á.
Höfundur: Sigurjón Vilbergsson, meltingarlæknir