Search
Close this search box.
Uppskrift að morgunmat frá meltingarlækni

Uppskrift að morgunmat frá meltingarlækni

Hér er frábær uppskrift að morgungraut fyrir þá sem vilja vera súper hollir. Þessi uppskrift er fengin frá íslenskum meltingarlækni. Grauturinn er mjög góður í maga, kemur jafnvægi á allt systemið og er losandi fyrir þá sem það þurfa. Uppskriftin er stór en hún er hugsuð sem morgunmatur fyrir stóra fjölskyldu en að sjálfsögðu er hægt að minnka hana.

Innihald fyrir 5-6 skammta

1 poki spínat
200 ml vatn
1-2 avocado (fer eftir stærð)
1 gúrka
2 kiwi
2-3 sellerístönglar
Brokkolí eftir smekk
Góður biti af engifer
1 dl jómfrúar ólífuolía
Túrmerik
Svartur pipar
Nokkrir klakar
3 msk chiafræ (bleyta í 200 ml af vatni í a.m.k. 10 mínútur)
Jarðaber/hindber/bláber eftir smekk 

Aðferð

Allt sett saman í blandara nema chia fræin, þau eru sett í bleyti á meðan. Safinn er settur í box eða krukku til dæmis, chia fræjunum er bætt saman við og ber sett ofan á.

Höfundur: Sigurjón Vilbergsson, meltingarlæknir

NÝLEGT