Uppskrift: Hollur heimagerður ís

Uppskrift: Hollur heimagerður ís

Innihald:

3 frosnir bananar
¼ bolli möndlumjólk frá Isola Bio
1 msk möndlumauk frá Monki
½ msk kakó duft frá Naturata
½ msk kakónibbur eða súkkulaðibitar eftir smekk

Aðferð:

Blandið saman bönunum, möndlumauk, möndlumjólk og kakódufti í matvinnsluvél eða blandara. Hrærið vel þar til allt er orðið vel blandað saman. Bætið kakónibbum eða súkkulaðibitum út í eftir smekk.

Þú getur prufað þig áfram með hnetukurl eða hvað sem þig langar í með ísnum.

Höfundur: H Talari

NÝLEGT