Kókostoppar Ásdísar

Eitt af því sem gerir jólamánuðinn dásamlegan er jólabaksturinn. Það er auðvelt að detta í sykur gryfjuna í þessum mánuði og þess vegna gott að hafa í huga að með einföldum hætti er hægt að gera uppskriftirnar aðeins hollari en ennþá jafn dásamlega jólalegar og ljúffengar. Hér að neðan má finna uppskrift af dásamlegum Kókostoppum sem ættu að gleðja alla í jólamánuðinum.

Kókóstoppar

2 stórar eggjahvítur (60 ml)

¼ bolli hunang

5 dr French vanilla stevía

¼ tsk sjávarsalt

2 bollar kókósmjöl

½ bolli súkkulaðidropar

  • Hitið ofn í 165°C. Setjið eggjahvítur, hunang, stevíu og salt í skál. Setjið skálina ofan á pott með sjóðandi vatni (yfir vatnsbaði).
  • Hrærið innihaldsefnum vel saman í skálinni í 5 mín þar til fer að freyða og orðið heitt viðkomu
  • Bætið við kókósmjöli og hrærið vel saman við þar engin vökvi er eftir
  • Mótið kúlur með skeið rúmlega 1 msk á bökunarpappír á ofnplötu.
  • Bakið kókóstoppana í 15-20 mín og fylgist með þeim að þeir brúnist ekki um of. Látið kólna á ofnplötu.
  • Bræðið súkkulaði og dýfið botninum á kókóstoppunum í súkkulaðið þannig að nái aðeins upp á kantana. Setjið þá aftur á bökunarpappírinn og leyfið þeim að kólna í 5 mín í ísskáp meðan súkkulaðið stífnar.
  • Gott að setja smá bráðið súkkulaði yfir kókóstoppana.
  • Kókóstopparnir geymast í boxi í kæli í 1 viku og í frystir í 3 mánuði.

Gleðilegan jólabakstur

Ásdís