Hollir og bragðgóðir morgunklattar

Þessir bragðgóðu morgunklattar eru fullkomnir fyrir þá sem vilja hollan og saðsaman morgunverð. Þeir eru ketó vænir og henta því einnig vel fyrir fólk sem er á ketó eða lágkolvetna mataræði.

Innihald:

  • 80 g sýrður rjómi 36%
  • 1 msk HUSK
  • 10 g kókoshveiti, um 1 kúfuð tsk
  • 1 egg
  • salt og pipar
  • 1 tsk sæta og nokkrir dropar vanilla ef þið viljið, má sleppa

Aðferð:

  • Hrærið innihaldinu saman í skál látið deigið standa í 1-2 mín
  • Hitið pönnu með avocado olíu eða smjöri og steikið 4 lummur.
  • Þessar eru góðar bæði heitar og kaldar.

Aðrar ketó uppskriftir

Kíktu á aðrar ketó uppskriftir hér inn á H Magasín, nánar tiltekið hér.