Ketó vöfflur

Það toppar fátt gamla góða vöfflukaffið og enginn ætti að þurfa að neita sér um góðar vöfflur með sultu og rjóma. Þess vegna ákvað María Krista að henda í uppskrift að vöfflum sem hentar þeim sem eru á ketó eða lágkolvetna mataræði. Þær henta að sjálfsögðu öllum hinum líka, sem e.t.v. eru að leita leiða til þess að setja sunnudags vöfflukaffið í hollari búning.

Innihald:

  • 120 g rjómaostur
  • 4 egg
  • 80 g möndlumjöl frá Himneskri Hollustu
  • 2 msk olía, t.d. MCT olía frá NOW
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 20 g Sweet like sugar, Nick´s eða sambærileg sæta
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk Xanthan Gum

Aðferð:

Setjið allt hráefni saman í skál og þeytið saman, það er hægt nota góðan blandara í verkið en einnig er hægt að þeyta deigið saman með handþeytara.

Hitið vöfflujárnið og látið deigið standa á meðan og “taka sig”.

Bakið svo vöfflurnar hverja á fætur annarri, þessi uppskrift gerir um 8 þykkar og flottar vöfflur. Svona ekta sunnudagskaffiskammtur.