Súkkulaði avókadómús drykkur

Nafnið á þessum gómsæta drykk (smoothie) kann að gefa til kynna að hér sé um svalandi súkkulaðidrykk að ræða sem einungis má neyta á Laugardögum. Hins vegar, eins og innihalds lýsingin hér að neðan ber með sér, er þessi drykkur í algjörum sérflokki þegar kemur að næringarefnum og hollustu.

Þú getur því samviskusamlega fengið þér þennan drykk alla daga vikunnar, jafnvel nokkra daga í viku!

Innihald:

  • 1/2 stk frosið avókadó
  • 1 1/2 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 tsk mödlusmjör frá Monki
  • 1 1/2 msk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 1/2 skeið Plant Protein Complex vanillu frá NOW
  • 1 msk Collagen Peptides Powder frá NOW
  • 1/4 stk banani (hægt að sleppa)

Þessi uppskrift er úr heilsudrykkjarbæklingi Ásdísar Grasa.

Fylgstu með á Instagram: #asdisxnow