Sykurlaus kaffi frappuccino

Hefur þú oft þurft að neita þér um einn bragðgóðan frappó á Te og kaffi eða Starbucks, einfaldlega þar sem slíkir drykkir eru allra jafna sneisafullir af sykri, sírópi og annarri bragðbætandi óhollustu sem fær blóðsykurinn til þess að skjótast upp í hæstu hæðir?

Hvernig væri þá bara að henda í einn heimagerðan frappó drykk sem skiptir út óhollustunni fyrir bragðbætandi sætuefni og meinholl næringarefni úr möndlum. Drykkurinn hér að neðan kemur beint úr uppskriftabók Ásdísar Grasa og birtist í heilsudrykkjabæklingi Ásdísar og Now.

Innihald:

  • 1 bolli ísmolar
  • 1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 msk instant kaffi eða 1 espresso skot
  • 2-3 dropar English Toffee Stevia frá Now
  • 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 1 msk möndlusmjör frá Monki

Öllu skellt í blandarann og hrært saman.

ATH: Hægt að nota koffínlaust kaffi fyrir þá sem kjósa að sleppa koffíni.