Yngjandi rauðrófu drykkur

Á tímum þar sem allt samfélagið er á á fullu spani við heimaæfingar er ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að borða meira af rauðrófum en þær eru taldar sérstaklega gagnlegar til að auka líkamlegt úthald við æfingar. Þær eru auk þess stútfullar af næringu og innihalda m.a. beta-karótín, C vítamín, járn, fólínsýru, kalíum, ýmis B vítamín, andoxunarefni, kólín, trefjar og nítröt. Þar að auka er talið að rauðrófur stuðli að afeitrun í lifrinni og örvi meltinguna. Semsagt, algjör heilsubomba.

Hentu í yngjandi rauðrófu drykk í dag frá Ásdísi Grasa og njóttu allra heilsufarslegu ávinninganna!

Innihald

  • 1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 skeið Collagen Peptides Powder frá NOW
  • 1 msk hörfræ frá Himneskri Hollustu
  • 3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW
  • 1/2-1 msk Acai berjaduft frá NOW
  • 1 hnefi frosin lífræn hindber
  • 1/2 msk Beet Root duft frá NOW