Search
Close this search box.
Útivist og hreyfing

Útivist og hreyfing

 

Akrafjall – Háihnjúkur 

Akrafjallaldis2
Akrafjallið er mjög vinsælt og fara margir upp í fjall til að hreyfa sig. Skagamenn eru duglegir að labba upp á fjallið, bæði á sumrin og veturnar. Það eru aðalega tvær gönguleiðir sem hægt er að velja, ganga upp á Háahnjúk sem eru um 555m eða upp að Guðfinnuþúfu sem er léttari ganga . Ég og Steinar kærastinn minn höfum lengi ætlað að ganga upp á Akrafjall og í vikunni vorum við bæði í fríi frá fótboltaæfingum og við ákváðum að slá til og skelltum okkur. Við ákváðum að velja Háahnjúk en veðrið var mjög gott en pínu kalt á toppnum. 

Akrafjall_aldis14

Akrafjall_aldis1

Akrafjall_aldis9

Akrafjall_aldis16

Garðalundur – Skógrækt 

Skograekt2

Skógræktin er staðsett rétt hjá golfvellinum á Akranesi. Þar er mikið af trjám, tjarnir og góð aðstaða fyrir alla fjölskylduna. Þar má finna grillskála, mini golf völl, frísbi golf völlur og strandblakvöll. Margir fara þó þangað til þess að stunda hlaup eða göngu. Hægt er að velja um tvo göngu- og hlaupahringi í skógræktinni en sá lengri er tæplega 900m. 

Skograekt3

Skograekt1

Langisandur

Langisandur1

Landisandur er náttúruparadís á Akranesi. Sjórin er notaður í sjósund og við stelpurnar í ÍA notum sjóinn til að kæla fætur eftir æfingar – það er mjög árangursríkt að mínu mati. Þegar það er gott veður er mikil stemming á sandinum, krakkar að búa til sandkastala og fólk að sóla sig. Ég fer stundum með mínar stelpur á fótboltaæfingu á Langasandi. Það er alltaf jafn skemmtilegt að fara á sandinn og æfingar á Langasandi verða oft mun erfiðari en jafnframt miklu skemmtilegri, bæði hlaup og styrkur. 

Langisandur3

Langisandur2

Þegar ég fer á útiæfingu, að hlaupa á Langasandi eða í skógræktinni finnst mér mjög gott að nota app í símanum sem heitir Nike+RunClub. Indiana Nanna talaði um appið í sinni síðustu færslu sem ég mæli með að þið skoðið það. 

 

 

Aldís Ylfa

 

 

 

NÝLEGT