Vatnsdeigsbollur úr spelti

Vatnsdeigsbollur úr spelti

Innihald:

  • 2 dl vatn
  • 1 1/2 msk ólífuolía frá Himneskri Hollustu
  • 100 gr fínmalað spelt frá Himneskri Hollustu
  • 2 stór egg eða 3 lítil

Ef þið viljið sleppa eggjunum þá mælum við með vegan eggjunum frá Follow Your Heart. Til þess að fá 2 egg þá þarf að blanda saman um 20 gr af duftinu við 230 ml af köldu vatni og hræra vel áður en því er blandað saman við deigið.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Sjóðið saman vatn og olíu í potti.
  3. Takið pottinn af hitanum og hrærið speltinu út í (hrærið kröftuglega). Setjið pottinn aftur yfir hitann og hrærið deigið saman þar til það hefur fengið mjúka áferð. Kælið pottinn með deiginu í (t.d. í vatnsbaði).
  4. Hrærið eggin saman og bætið þeim smám saman út í kalt deigið og hrærið á meðan með handþeytara. Hrærið deigið vel eftir að eggjunum hefur verið bætt út í.
  5. Setjið bökunarpappír á plötu, búið til ca. 9 bollur úr deiginu og bakið í miðjum ofni. Opnið ekki ofnhurðina fyrstu 20 mín. Bakist í 30 mín.

Við mælum með jurtarjómunum frá Soyatoo en hann er ljúffengur á bollurnar. Rjóminn í fernunum er þeytanlegur, mjólkurlaus rjómi og hentar því þeim sem eru með mjólkuróþol og þeim sem aðhyllast vegan mataræði. Einnig er hægt að fá rjóma í sprautu.

Hráefnið
fæst í Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Krónunni og Melabúðinni. 

NÝLEGT