Search
Close this search box.
Vegan ostakaka + heimalöguð döðlukaramella

Vegan ostakaka + heimalöguð döðlukaramella

Innihald:

Botn: Allt sett í matvinnsluvél/blandara og búið til deig.

 • 10 döðlur frá Himneskri Hollustu
 • 75 grömm af pekanhnetum frá Horizon
 • 100 grömm af möndlum frá Himneskri Hollustu
 • 2 msk hlynsíróp frá Naturata
 • 1 tsk kókosolía frá Himneskri Hollustu (má vera fljótandi eða í föstu formi)
 • Klípa af salti


Fylling: Allt sett í blandara og blandað þar til þið fáið silkimjúka áferð

 • 200 grömm kasjúhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt eða a.m.k. 4 klst)
 • 4-5 msk hlynsíróp frá Naturata
 • 1 msk kókosolía frá Himneskri Hollustu (fljótandi)
 • 6-10 dropar karamellu stevía frá Good Good Brand


Efsta lag: Allt sett í blandara og blandað þar til þið fáið silkimjúka karamellu 

 • Döðlukaramella 

20 döðlur, lagðar í heitt bleyti í 30 mínútur + ½ dl hlynsíróp + ½ dl möndlumjólk + 4 dropar karamellu stevía + heitt vatn til að þynna. Allt sett saman í kröftugan blandara og blandað þar til þið fáið silkimjúka karamellu! Gott er að setja smá salt út í ef maður vil. 

 • Pekanhnetur (ég nota frá Horizon)
 • Súkkulaðibitar (ég nota 56% súkkulaði frá Chocolate & Love með kakónibbum)

Cheesecake-2

Dodlukaramella

Undirbúningur: Byrjið á því að leggja kasjúhneturnar í bleyti í a.m.k. 4 klst eða yfir nótt. 

Aðferð: 

Botn: Setjið allt hráefni botnsins í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til þið fáið mjúkt deig. Færið deigið í lítil muffins form og þekjið botninn og hliðarnar. Ég notaði sérstaka muffinsplötu og setti plastfilmu ofan í svo auðvelt væri að ná ostakökunum upp úr forminu. Setjið svo muffinsplötuna inn í frysti og byrjið á fyllingunni.

Fylling: Skolið kasjúhneturnar með köldu vatni eftir að þær hafa legið í bleyti. Setjið þær í blandara ásamt hinum hráefnunum og blandið vel saman þar til þið fáið silkimjúka áferð. Hellið svo fyllingunni ofan á ostakökubotninn og setjið inn í frysti í a.m.k. 5 klst eða yfir nótt. 

Efsta lag: Leggið döðlurnar í heitt bleyti í 30 mínútur. Þetta mýkir döðlurnar talsvert. Sjóðið þá vatn upp að suðu og hellið heitu vatni yfir döðlurnar og leyfið þeim að liggja. Á meðan getið þið skorið niður pekanhneturnar og súkkulaðið. Þegar 30 mínútur eru liðnar skal setja döðlurnar í blandara, bæta við hlynsírópi, möndlumjólk, stevíu og örlitlu salti. Ef þess þarf bætið við heitu vatni til að auðvelda blöndun. Þegar döðlukaramellan er tilbúin og ostarkökurnar búnar að vera inn í frysti þá skal setja döðlukaramelluna á toppinn og bæta við pekanhnetum og súkkulaðibitum. 

Ostakökurnar geymast best inn í frysti. Takið þær út 20-30 mínútum áður en þær eru borðaðar. Döðlukaramelluna skal geyma inn í ísskáp ef það er afgangur og skal neyta innan nokkra daga. 

Njótið!

 Takk fyrir að fylgjast með mér hér á H Magasín. Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram.

Sjáumst á næsta ári! Lifið heil og sæl! 

Cheesecake1

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT