Veist þú hvort tíðavörurnar sem þú notar innihaldi klór eða plast?

Veist þú hvort tíðavörurnar sem þú notar innihaldi klór eða plast?

Vissir þú að flestar tíðavörur kvenna eru u.þ.b. 90% plast? Eða að plastið í þeim brotnar ekki niður? Við þurfum ekki plast í dömubindin, tappana eða blautþurrkurnar okkar til þessa að vörurnar séu góðar.

Á hverju ári nota konur um 45 milljarða tíðavara og því ærin ástæða til þess að þær séu plastlausar. Natracare vörurnar eru allar framleiddar úr endurnýjanlegum, niðurbrjótanlegum og vottanlegum lífrænum hráefnum. Þær virka alveg eins og önnur vörumerki eða jafnvel betur, en ólíkt plastvörum, munum þær ekki menga jörðina næstu 500 árin.

Natracare án allra aukaefna og algjörlega lífrænt

Natracare framleiðir aðeins lífræna túrtappa. Engin skordýraeitur, þalöt eða díoxín ættu að komast í snertingu við okkar viðkvæmasta svæði. Skuldbinding Natracare gengur lengra en grundvallarreglur um velferð dýra segja til um. Natracare vörurnar eru hannaðar til að annast fyrirbyggjandi umhirðu dýra, fugla, býflugna og skordýra. Áætlað er að skordýraeitur drepi um 67 milljónir fugla á hverju ári í Bandaríkjunum einum.  Með því að velja lífrænar vörur verndarðu býflugur, fugla og bændur gegn skaðlegum áhrifum þessara eiturefna.

Engin leggöng ættu að verða fyrir skordýraeitri og díoxín leifum á blæðinga tímabilinu! Aðeins löggild lífræn bómull tryggir að engar leifar verði eftir að lokinni notkun. Túrtappar gerðir úr verksmiðjuframleiddum bómullartrefjum (e.rayon) eru líklegri til að skilja eftir leifar í leggöngunum eftir notkun. Lífrænir bómullartrefjar eru aftur á móti lengri og haldast betur saman. Ásamt því að ef leifar af þeim verða eftir skaðar það ekki líkamann á neinn hátt.

Ekki klóra á þér klofið!

Ólíkt mörgum öðrum vörum eru Natracare vörurnar algjörlega klórlausar. Túrtappar eru gerðir úr bleiktu efni til að gera þá örugga í notkun. Aðrir framleiðendur nota klór í sína framleiðslu en ólíkt þeim framleiðendum notast Natracare við vistvænustu bleikingaraðferðina til að hreinsa lífrænu bómullina sem þeir nota, þetta er gert án allrar notkunar á klór. Þessi aðferð skapar ekki díoxín leifar í líkamanum. Með því að velja Natracare vörurnar getur þú verið viss um að vörurnar þínar innihaldi engan klór.

Segðu bless við plast, ilmefni og klór. Láttu líkama þinn anda, við þurfum ekki plast!

Allt framleiðsluferlið og allar vörurnar frá Natracare eru 100% vegan.

Sölustaðir: Bónus, Hagkaup, Krónan, Nettó, Fjarðakaup, Melabúðin og flest apótek.

Höfundur: Lilja Björk

NÝLEGT