Veldu tíðavörur sem vernda jörðina

Veldu tíðavörur sem vernda jörðina

Dagur jarðar hefur verið haldinn 22. apríl ár hvert síðan 1970. Degi jarðar er ætlað að minna okkur á að fara vel með jörðina okkar og umhverfið. Allir geta gert eitthvað til þess að hlúa að jörðinni. Eftirtalin fimm atriði leggur Natracare áherslu á til þess að tryggja grænni framtíð. 

1. Plastlaus 

Einnota plast getur haft slæm áhrif á umhverfið sem er okkar hjartans mál að vernda. Að meðaltali notar hver kona um 11,000 tíðavörur á lífsleiðinni. Einn pakki af hefðbundnum tíðavörum inniheldur plast sem jafngildir 5 plastpokum og samkvæmt heimildum Natracare inniheldur mörg dömubindi allt að 90% plast. Á hverju ári er 45 milljörðum dömubinda fleygt. Ef þeim væri raðað saman næðu þau alla leið til sólarinnar.  

Flest dömubindi og blautþurrkur innihalda gerviefni sem brotna ekki niður í náttúrunni og geta því valdið mengun og skaðað lífríkið. Við tryggjum plastlausar tíðavörur sem brotna niður í náttúrunni og verndar jörðina okkar.  

2. Niðurbrjótanleg vara 

Vörur frá Natracare hafa þann vistvæna kost að vera niðurbrjótanleg og úr jarðgerðarefni. Með niðurbrjótanlegri vöru er átt við getu efna til að brotna niður og fara aftur til náttúrunnar. Það þýðir einnig að það er hægt að setja Natracare dömubindi og túrtappa í moltuna. 

Framleiðendur Natracare eru eina fyrirtækið í Bretlandi með einnota vörur sem hefur fengið C-Label vottunarmerkið fyrir jarðgerðarvöru, EN13432 og ASTM D6400.  

3. Vegan  

Að tileinka sér vegan lífsstíl eða taka vegan tímabil getur hjálpað til við að hægja á loftslagsbreytingum með því að hægja á eyðingu skóga, niðurbroti jarðvegs og losun gróðurhúsalofttegunda. 

Ef vara er vegan inniheldur hún engar dýraafurðir. Natracare er stolt af því að nota 100% lífrænan bómull þar sem skordýraeitur er ekki notuð til þess að hreinsa bómullinn.   

4. 1% af allri Natracare sölu fer til umhverfismála  

Við erum stolt af því að 1% af allri Natracare sölu fer í umhverfisvernd og hefur gert síðan 2019. Það þýðir að í hvert sinn sem þú kaupir Natracare stuðlar þú að verndun jarðar. Natracare hefur nú þegar greitt 500.000 pund (84 milljónir ISK) í umhverfisvernd.  

5. Engin eiturefni á jörðina okkar 

Með því að nota 100% lífrænan bómull tryggjum við að engin eiturefni fari á jörðina okkar þegar bómullinn er hreinsaður. Natracare notar 100% klórfría aðferð við hreinsun bómullarinnar. Þessi aðferð mengar hvorki jarðveg, vatn eða loft.  

NÝLEGT