Verða þetta stjörnur Pepsi deildarinnar?

Verða þetta stjörnur Pepsi deildarinnar?

Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Tryggvi spilaði sinn fyrsta A-landsleik í byrjun árs en þessi klóki sóknarmaður sýndi flotta takta á síðustu leiktíð. Þarf að styðja Garðar Gunnlaugsson í sóknarleiknum í sumar hjá Skagamönnum. Gæti tekið skrefið út.

Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)

Er klárlega með alla þá hæfileika sem til þarf til að geta spilað í sterkari deild, meiðsli hrjáðu hann í fyrra en ef Oliver finnur sama takt og 2015 þá munu erlend félög bíða í röðum á eftir honum. 

Kristján Flóki Finnbogason (FH)

Framherji FH gæti orðið besti leikmaður Pepsi deildarinnar í sumar, hefur verið frábær í vetur og gæti orðið stjarna sumarsins.

Böðvar Böðvarsson (FH)

Hefur fengið smjörþefinn af atvinnumennsku þegar hann fór til Danmerkur í nokkra mánuði, Böðvar hefur mikla hæfileika. Góður varnar- og sóknarmaður og er Böðvar algjör lykilmaður í liði FH. 

Guðmundur Andri Tryggvason (KR)

Sonur TG9 er með gríðarlega hæfileika en óvíst er hversu stórt hlutverk hann fær hjá KR, ef Guðmundur fær talsvert af tækifærum hjá KR þá gæti hann heillað lið úti í heimi.

Sigurður Egill Lárusson (Valur)

Einn besti leikmaður Pepsi deildarinnar í fyrra og Sigurður virðist bara vera að bæta sig, var nálægt því að fara í atvinnumennsku í vetur og ef fram heldur sem horfir gæti Sigurður farið út í haust.

Birnir Snær Ingason (Fjölnir)

Einn af þeim efnilegu strákum sem eru í Grafarvogi, ætti að spila stórt hlutverk hjá liðinu í sumar og Birnir sem á leiki fyrir yngri landslið Íslands gæti heillað erlend lið með þeim gæðum sem eru í hans leik.

Þessi listi er ekki tæmandi og ljóst má vera að einhver mun koma á óvart og slá í gegn. 

Ég segi bara, gleðilegt knattspyrnusumar.

 

Höfundur: Hörður Snævar Jónsson
Ritstjóri 433.is

NÝLEGT