Search
Close this search box.
Vetrarsólstöðuhlaupið – 21. desember

Vetrarsólstöðuhlaupið – 21. desember

Á morgun, þann 21. desember, er hið árlega vetrarsólstöðuhlaup haldið en um utanvegahlaup er að ræða sem ekki er hluti af keppnisröð og því tilvalið fyrir alla að taka þátt í hlaupinu. Hlauparar eru hvattir til þess að njóta en ekki þjóta, þ.e. að hver hlaupi á sínum hraða og njóti þess að vera í núinu og upplifa þessa skemmtilegu árstíð á sama tíma og við kveðjum myrkrið og höldum upp á það að daginn fer að lengja.

Taka skal fram að þátttakendur eru á eigin ábyrgð og þurfa að vera nógu vel undirbúnir fyrir hlaup utanvega. Þó verður að sjálfsögðu merkt við alla hlaupara, fyrir og eftir hlaup, þannig að tryggt sé að allir skili sér tilbaka. Í lok hlaupsins verður boðið upp á heita og kalda drykki og skemmtilegt spjall.

Skráning fer fram á vefnum arstidahlaup.net

Skyldubúnaður

Höfuðljós, track af leiðinni, hlaðinn sími og réttur búnaður fyrir veður og aðstæður (m.a. hlaupabroddar).

Hlaupaleið

Hlaupaleiðin er 22 km og að mestu niður á móti. Hlaupið er frá Bláfjöllum og til Heiðmerkur. Styttri vegalengdir í Heiðmörk einnig í boði. Ef veðurspáin er slæm á hlaupadaginn, mun hlaupaleiðin færast yfir á skjólsamara svæði og verður leiðin gefin út nokkrum dögum fyrir hlaupið.

Sjá nánar um hlaupaleið hér: https://connect.garmin.com/modern/course/22815323

Það kostar ekkert í hlaupið en fólk er eftir sem áður hvatt til þess að grípa með sér 500-1000 krónur sem hægt verður að setja í krukku á staðnum sem rennur til styrktar góðu málefni í Nepal.

NÝLEGT