Search
Close this search box.
Viðtalið: Ása Regins

Viðtalið: Ása Regins

Hún Ása María Reginsdóttir er í Nærmynd á H Magasín þessa vikuna. Ása er búsett með Emil eiginmanninum sínum og tveimur börnum á Ítalíu. Ása er að byrja með sín eigin fyrirtæki þau PomPoms & co, OLIFA og Cantina og er að koma þeim á kortið þessa stundina. 

Fullt nafn: 

Ása María Reginsdóttir

Hjúskaparstaða? 

Dásamlega vel gift honum Emil Hallfreðssyni.

Uppáhalds matur og drykkur? 

Eitthvað mexíkóskt sull með nóg af salsasósu, guacamole og sýrðum rjóma, drukkið með ísköldu sódavatni.

Hvað óttast þú mest? 

Að fá ekki að sjá börnin mín vaxa úr grasi.

Ertu hjátrúarfull? 

Nei, ég get nú ekki sagt það.

Hvert er draumaferðalagið?

Ætli ég sé ekki bara í því núna, og svo væri ég líka til í að kíkja til Ástralíu og Singapore einn daginn.

Hvernig er að búa á Ítalíu? 

Ítalía er æðisleg og svo góð að við munum líklegast aldrei yfirgefa hana.

Hvaða manneskju líturðu mest upp til?

Mömmu að sjálfsögðu, hún hefur fætt og klætt 6 börn. Halleluja & amen.

Hvert er móttóið þitt?

Að lifa lífinu eins og hver dagur sé sá síðasti. 

Hvaða þætti ertu að horfa á núna? 

Ég hef aldrei horft á sjónvarpsþætti og sofna oftast í bíó. Nei, ekki grín.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Að bjóða fjölskyldu og vinum heim í mikinn mat og mikið Allegrini-rauðvín (besta rauðvín í heimi) og helst live tónlist. Það er ekkert skemmtilegra en það!

Hvað geturðu sagt okkur um þig sem fáir vita?

Að ég er forfallin aðdáandi Celine Dion. OK, I said it.

Hvað ertu með á döfinni þessa dagana?

Ég er með ýmis járn í eldinum og meðal annars að koma fyrirtækjunum mínu PomPoms & co, OLIFA og Cantina á fót.

Ef þú mættir lifa lífi einhvers annars í einn dag, hvern myndirðu velja og af hverju?

Ég myndi vera Celine Dion og syngja öll uppáhalds lögin mín sleitulaust, frá morgni til kvölds, engin matar né pissupása. 

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

Þriggja barna móðir, hamingjusöm spúsa í frábæru formi og með minn eigin rekstur í miklum blóma.

NÝLEGT