Höfundur: Íris Huld


Öll finnum við fyrir auknu álagi þessa dagana og mörg hver breytingu á andlegri- og líkamlegri líðan.
En ef við stöldrum við og gefum okkur tíma til þess að hugsa í lausnum er ansi margt sem við getum gert til þess að geta betur tekist á við núverandi stöðu.
Daglegt amstur og hraði verður alltaf til staðar (covid eða ekki covid) og því verður ekki breytt. Við getum hins vegar breytt því hvernig við hugsum og högum okkur og tökumst á við okkar daglega líf.
Ef þú vilt tileinka þér streituminna líf eru hér 7 punktar sem gætu reynst þér vel.
1. Dagleg hreyfing.
Að skella sér í röskan, stuttan göngutúr bætir hjarta- og æðavirkni, eykur blóðflæði og dregur úr streitu. Náttúran hefur heilandi áhrif á líkama og sál, veitir ró og aðstoðar við að hreinsa burt streituvaldandi hugsanir.
Gefðu þér tíma á hverjum degi til þess að fara út og anda að þér fersku lofti.
2. (AF)tengdu þig
Rannsóknir sýna að nútímamaðurinn eyði allt að 16 klukkustundum á dag fyrir framan hina ýmsu skjái. Þetta stöðuga áreiti hefur streituvaldandi áhrif á okkur hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eður ei.
Hvernig væri að auka meðvitund og aftengja sig oftar með það að markmiði að draga úr álagi og streitu?
Hægt er að:
- Skipuleggja símalausar stundir þegar fjölskyldan er saman komin
- Helga einni kvöldstund á viku í bókalestur, dekur eða samveru með fjölskyldu eða vinum
- Taka allar tilkynningar af tölvupósti og smáforritum
- Lágmarka áhorf og lestur fréttamiðla
3. Andaðu með meðvitund
Sannað hefur verið að daglegar öndunaræfingnar draga úr streitu. Hæg og róleg fráöndun kemur okkur niður í “rest and digest” eða slökun og meltingu.
Mikilvægt að vera meðvitaður um öndun yfir daginn og að stilla öndunina í takt við athafnir hverju sinni. Við dagleg störf á öndunin að vera hæg og róleg, inn og út um nefið.
Hvernig er öndunartakturinn þinn þessa dagana?
4. Leyfðu þér að hlægja
Hlátur dregur úr blóðþrýstingi og kallar á losun endorfíns.
Hlátur virkjar kviðvöðva.
Hlátur eykur virkni T-frumna sem hjálpa í baráttunni gegn veikindum.
Hlátur er smitandi – á afar jákvæðan máta.
5. Búðu til tíma fyrir ró og næði.
Finndu þér stað heima fyrir, á skrifstofunni eða úti í náttúrunni.
Finndu þér stað þar sem þú getur kúplað þig frá amstri dagsins, hávaða frá umhverfinu, sjónvarpi, útvarpi eða samtölum annarra.
Finndu þér stað þar sem þú nærir andann, hugann og losar spennu úr líkamanum.
Í einveru og þögn eiga streitulosandi andlegar stundir sér stað sem gefa rými fyrir dagdrauma og hugmyndavinnu.
6. Gefðu þínum nánustu knús
Einfalt faðmlag hefur marga heilsufarslega ávinninga.
Nánd, félagsleg tenging og snerting eykur endorfínframleiðslu líkamans og losar oxytósín sem oft er nefnt “the love hormone”.
Staldraðu við og gefðu langt gott faðmlag.
7. Nærðu þig vel
Að borða hollan og góðan mat hefur ekki bara þessa hefðbundnu líkamlegu ávinninga sem við þekkjum öll.
Val okkar á mat og drykk hefur einnig bein áhrif á skap, streitustig og andlega líðan. Hrein og holl fæða veitir orku og hjálpar þér að líða vel með sjálfan þig og val þitt.
Vert er að forðast hvítan sykur, koffín og áfengi ef tilgangurinn er að draga úr álagi og fá ró í taugakerfið.
Breytingar þurfa ekki að vera stórvægilegar til þess að hafa mikil áhrif.
Hugum að heilsunni, nú sem aldrei fyrr.


Hér má sjá hlekk á kynningu á námskeiðið Sigrum streituna.
https://www.facebook.com/primaliceland/videos/643583036525709
__________________________________
,,Sigrum streituna“ hjá Primal Iceland er námskeið sem hefur verið haldið við afar góðan orðstír síðustu misseri og þarna er að finna mörg afar góð verkfæri í baráttunni við streituna.
Námskeiðið er nú að finna á rafrænu formi.
Kynnið ykkur málið nánar á https://netnam.primal.is/
Höfundur er þjálfari hjá Primal og heilsumarkþjálfi. Hún ásamt eiginmanni sínum Einari Carli sjá um námskeiðið Sigrum streituna.