Vilt þú vera orkumeiri?

Vilt þú vera orkumeiri?

Hversu heillandi hljómar það að hafa næga orku og vera virkari í deginum til að framkvæma það sem okkur langar til? Orka er eitthvað sem við öll myndum gjarnan vilja hafa meir af en staðreyndin er sú að nú til dags eru margir sem glíma við orkuleysi, þreytu og slen sem oft á tíðum má rekja til lifnaðarhátta okkar. Með því að tileinka okkur heilbrigðara líferni með heilsusamlegu mataræði, reglulegri hreyfingu og góðum svefn getum við haft heilmikil áhrif á orkuframleiðslu í líkamanum. Full af orku eru okkur allir vegir færir og við erum betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni bæði í leik og starfi.

Flestir átta sig ekki á hversu stóran þátt hvatberar eiga þegar kemur að orkunni okkar og góðum efnaskiptum. Hvatberar eru orkustöðvar frumna þar sem efnum úr fæðunni okkar ásamt súrefni er breytt í orkuríka efnið ATP sem knýr efnaferla áfram í líkamanum. Þessi orka er notuð í allt frá því að hreyfa vöðva, mynda ensím og hormóna svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að styðja við hvatberavirkni og orkumyndun með réttri næringu og með því að nota valin næringarefni og andoxunarefni sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigða frumustarfssemi og sem verja frumurnar gegn skaða af völdum sindurefna. Sindurefni eru niðurbrotsefni sem verða til við efnaskipti líkamans og geta valdið oxun frumna og frumuskemmdum, sem er ein helsta orsök öldrunar og bólgumyndunar í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að skert hvatberavirkni geti verið orsakaþáttur í þróun ýmissa sjúkdóma s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, vefjagigt, nýrnasjúkdómum, taugahrörnunarsjúkdómum og öldrunarsjúkdómum. Fjölbreytt samspil vítamína, steinefna, amínósýra, fitusýra og hjálparefna eru mikilvæg fyrir skilvirk hvatbera efnaskipti. Hreyfing er mikilvægur þáttur í að efla hvatberavirkni en með því að stunda reglulega hreyfingu þá fjölgar hvatberum og við hreinsum úrgangsefni úr hvatberunum okkar. Föstur virðast einnig hafa jákvæð áhrif á hvatbera en mælt er með því að fasta í 12-16 klst á sólarhring eftir hvað hentar hverjum og einum. Að sama skapi er mikilvægt að draga úr þáttum sem skerða eða trufla starfssemi hvatbera eins og óheilbrigt mataræði s.s. ofneysla sykurs og kolvetna, transfitur o.fl, skorti á næringarefnum, reykingum, mengun, óhóflegum sólböðum, kemískum efnum, langvarandi streitu og hreyfingarleysi.

Hér er samantekt af völdum bætiefnum sem talin eru hafa jákvæð áhrif á orkumyndun í líkamanun samhliða heilsusamlegum lífsstíl. Í sumum tilfellum getur verið gott að ráðfæra sig við fagaðila áður en viðkomandi tekur inn bætiefni.

Q10

Kóensím Q10 er vítamín-líkt andoxunarefni sem líkaminn framleiðir sjálfur í öllum frumum líkamans og fyrirfinnst í mestu magni í hvatberaríkum frumum s.s. í hjartavöðva, lifur og nýrum. Q10 er einnig að finna í fæðunni í kjöti, fiski og innmat. Q10 gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu á orkuefninu ATP og er mikilvægt efni fyrir ýmsa efnaferla og starfssemi í likamanum, þ.á.m. fyrir heilbrigt hjarta- og æðakerfi, heila- og taugakerfi og ónæmiskerfið. Til að mynda þá eru hjartafrumur með um 10x meira magn af Q10 í frumum sínum en frumur í meltingarvegi. Q10 er talið vera mikilvægt bætiefni fyrir þá sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma og kemur í veg fyrir oxun á LDL kólesteróli og gagnast fyrir þá sem þjást af hjartabilun og of háum blóðþrýsting. Q10 er öflugt andoxunarefni og verndar frumur gegn skaða af völdum sindurefna, stuðlar að viðgerð og endurnýjun frumna og dregur úr ótímabærri öldrun líkamans.

Nánar í H Verslun


L-carnitine

L-carnitine er amínósýra og gegnir því hlutverki að flytja fitu úr fæðunni inn í hvatberana þar sem þeim er breytt í orku og eykur þannig orkuframleiðslu. L-carnitine hjálpar einnig við að flytja úrgangsefni úr frumum sem verða til við efnaskipti. Líkaminn getur sjálfur framleitt L-carnitine til að anna eftirspurn og L-carnitine í líkamanum er að mestu leyti að finna í vöðvum en í fæðunni er L-carnitine í ríkulega magni í kjöti og mjólkurvörum. Fólk sem er á grænmetisfæði og þeir sem neyta lítils magn af kjöti eru líklegri til að fá ekki nægjanlegt magn af L-carnitine úr fæðunni. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á L-carnitine gefa til kynna að það geti aukið súrefnisupptöku, auki blóðflæði og framleiðslu á nitríð oxíð og auki þannig úthald, dragi úr eymslum og þreytu eftir æfingar. L-carnitine getur hugsanlega einnig gagnast gegn fitulifur, skertu blóðflæði og síþreytu.

Nánar í H Verslun

Með því að hugsa vel um hvatberana okkar með heilbrigðari lífsvenjum getum við minnkað líkur okkar á lífsstílstengdum sjúkdómum, aukið daglega orku og þrek og stuðlað að langlífi.

Höfundur: Ásdís Grasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT