Search
Close this search box.
Vilt þú vinna KitchenAid hrærivél?

Vilt þú vinna KitchenAid hrærivél?

Fimm bestu uppskriftirnar verða valdar þann 26. apríl og þið kjósið síðan sigurvegarann.

Allir 5 þátttakendurnir sem komast í úrslit munu fá gjafakörfu frá Himneskri Hollustu og sigurvegarinn í kosningunni mun einnig vinna glæsilega KitchenAid hrærivél.

Nú er bara um að gera að skella í smá bakstur með lífrænum vörum frá Himneskri Hollustu og taka þátt.

Hér er girnileg uppskrift af hollara bananabrauði frá Gígju S. til þess að gefa ykkur smá hugmynd af hollari útgáfu af uppskrift:

Himneskt spelt banana döðlubrauð með pekanhnetum

Innihald:

1 bolli döðlur frá Himneskri Hollustu
2 msk kókosolía frá Himneskri Hollustu
½ tsk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
½ bolli uppáhellt kaffi
2 egg
1 ½ vel þroskaður banani
1 tsk vanillusykur eða dropar
2 ½ bolli fínmalað spelt frá Himneskri Hollustu
1 msk agave síróp frá Himneskri Hollustu (má sleppa)
½ tsk kanill
½ bolli saxaðar pekanhnetur

Aðferð

Hitið ofninn á 180 gráður og blástur.

Setjið niðurskornar döðlur, kókosolíu, lyftiduft og salt og hrærið saman í skál. Hellið heitu kaffinu yfir og látið standa í 15 mín eða þar til kaffið hefur kólnað. Setjið restina af innihaldsefnunum út í og hrærið vel saman. Setjið í smurt brauðform og inn í ofn í 40-50 mínútur, eftir 30 mínútur er gott að setja álpappír yfir brauðið til að koma í veg fyrir að það brenni að ofan. Stingið í brauðið eftir 40 mínútur til að athuga hvort það sé tilbúið.

Himnesk Hollusta á Facebook

Höfundur: H Talari / Uppskrift: Gígja Sigríður G.

NÝLEGT