Á fimmtudeginum var mikill rigning, þannig að dagurinn nýttist mest að skoða í búðir og versla. Við keyptum okkur regnhlífar sem komu sér vel alla ferðina. Í hádeginu fórum við á veitingastað sem heitir Greenwoods, staðurinn er lítill og krúttlegur og býður meðal annars uppá léttan brunch matseðil. Hann er einn af vinsælustu stöðunum í Amsterdam og vorum við svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, mjög góður matur og þjónustan til fyrirmyndar.
Ég var búin að sjá þennan svarta jakka heima í Zöru, en ákvað að bíða með að kaupa hann. Hann er fóðraður, mjög þægilegur og hlýr. Hentar sem fullkominn vetrarjakki. Það var mikið til af allskonar jökkum í búðunum í Amsterdam með svipuðu sniði og þessi hér, og eftir dágóða umhugsun varð þessi jakki, frá Zöru fyrir valinu.
Á föstudeginum var mikið sem við ætluðum að gera og sem betur fer var mjög gott veður, hætt að rigna en regnhlífin þurfti þó að koma með. Við fengum að vera með Instagram story hjá H Magasín sem var mikið gaman. Við fórum í hús Önnu Frank sem var frábær upplifun og ótrúleg saga á bakvið það safn. Því miður máttum við ekki taka myndir inn á safninu.
Við fórum í hop on – hop off bát sem var mjög gaman. Eftir mikið labb ákvaðum við að sitja heilan bátshring og sjá Amsterdam frá öðru sjónarhorni. Hér búa margir á bátum og ótrúlega flott hús allt í kring.
Á laugardeginum fórum við í mjög flott bakarí áður en við byrjuðum daginn. Það var á tveimur hæðum með litlu plássi en mjög krúttlegt og að sjálfsögðu var þjónustan til fyrirmyndar.
Síðan röltuðum við á götumarkað rétt hjá I Amsterdam skiltinu. Þar var mikið af blómum og plöntum og allskonar minjagripir.
Hjá I Amsterdam skiltinu var og er alltaf mikið af fólki. Þar var varað við að fólk væri að stela hlutum svo við þurfum að passa dótið okkar rosalega vel.
Um kvöldið fórum við á frábæran veitingastað. Hann var 10m frá hótelinu okkar. Hann heitir Tales and spiritz og er mjög vinsæll staður. Við reyndum að fara þangað á föstudeginum en þá fengum við ekki borð þannig við ákváðum að panta borð á laugardeginum. Frábærir kokteilar og þjónustan til fyrirmyndar. Það voru bara 10 smáréttir í boði á matseðlinum og fengum við að velja 2-3. Þeir komu svo sannarlega á óvart.
Ég mæli klárlega með Amsterdam! Þessi borg er rosalega falleg og bíður upp á marga möguleika, gaman fyrir vina og vinkonuhópa að eyða skemmtilegri helgi. Við vinkonurnar þökkum fyrir okkur Amsterdam.
http://instagram.com/p/BZEdV0rn2cy/?taken-by=aldisylfah