Search
Close this search box.
Vöðvabólgubani vol 1.

Vöðvabólgubani vol 1.

Höfundur: Íris Huld

Ef þú ert ein/n af þeim sem ert að glíma við vöðvabólgu eða spennu í hálsi og herðum þá ættir þú ekki að láta þessa æfingu fram hjá þér fara.

Æfinguna er hægt að gera hvar sem er. Heima, í vinnunni eða eftir æfingu með góðum félaga.

  • Annar aðilinn kemur sér fyrir á gólfi í þægilegri stöðu og hinn stendur fyrir aftan með annan fótinn til stuðnings við bak þess sem situr.
  • Sá sem framkvæmir teygjuna leggur lófana á herðar með fingur vísandi út að öxlum.
  • Mikilvægt er að sá sem teygir á viðhaldi þrýsting niður í herðar í gegnum alla æfinguna.
  • Sá sem þiggur teygjuna spennir axlir upp að eyrum og heldur spennunni í 5-10 sekúndur í senn og slakar svo öxlum niður.
  • Þetta er endurtekið 3-5x.
  • Að því loknu eru aðrar 3-5x endurtekningar gerðar með smá breytingu.
  • Þegar sá sem þiggur teygjuna hefur lyft upp og haldið spennu, eru öxlum slakað niður og olnbogum þrýst í átt að gólfi og þar með eykst teygjan.

Hér er hlekkur á myndband sem sýnir aðferðina.

Mikilvægt er að sá sem lætur lætur teygja á sér gefi vel til kynna hvort að auka þurfi þrýsting á herðar eða draga úr.

Nú er um að gera að láta vaða og finna léttinn í hálsi og herðum!

Íris Huld – Þjálfari Primal Iceland

________________________

Aðal æfingaform Primal Iceland nefnist Movement. 
Þar eru hinum ýmsu hreyfilistum blandað saman við leiki, styktaræfingar, hreyfiflæði og teygjur. Þjálfarar Primal sækja innblástur frá dansi, bardagalistum og fimleikum og útkoman eru skemmtilegir og fjölbreyttir tímar fyrir byrjendur og lengra komna.

Hér má finna heimasíðu Primal Iceland

Primal Iceland á Instagram.

NÝLEGT