Ef þú ert óðum að plana vöfflukaffið um komandi helgi en langar að breyta frá gömlu klassísku vöfflunum yfir í hollari týpuna, er ekki úr vegi að fá þessi uppskrift hér að neðan lánaða en það var hún Íris Blöndahl sem deildi henni með okkur. Það má jafnvel skipta yfir í glúteinlausa hafra og þannig gera uppskriftina glútenlausa, eða skipta mjólkinni út fyrir Isola möndlumjólk, ef um mjólkuróþol er að ræða.
Nú er bara að sækja járnið og skella í uppskriftina!
Innihald
- 4 Egg
- 4 dl Mjólk
- 4 dl Haframjöl frá Himneskri hollustu
- 1 dl Kókosmjöl frá Himneskri hollustu
- 2 tsk Lyftiduft
- 2 tsk Vanilludropar
Aðferð
Setjið haframjöl og kókosmjöl frá Himneskri Hollustu í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til verður að grófu dufti. Blandið þá öllum innihalds efnum saman og hellið deiginu í sirka 7 skömmtum í vöfflujárn. Berið fram með sultu, rjóma og berjum.
Uppskriftin býr til u.þ.b. 7 stk af vöfflum.