Search
Close this search box.
Vörukynning: Australian Body Care fyrir húðina

Vörukynning: Australian Body Care fyrir húðina

Hver er ekki til í hreina og fallega húð, lausa við óhreinindi, sýkingar og önnur almenn vandamál? Australian body care húðlínan státar af fjölda vara fyrir húð og hár sem allar innihalda hina góðu tea tree olíu. Olíuna er einnig hægt að kaupa hreina til notkunar beint á húð ásamt því að hægt er að blanda henni saman við aðrar húðvörur. Þá er að finna fjöldann allan af gömlum húsráðum sem tengjast notkun tea tree olíunnar.

Meira um vöruna

Lausnina við húðvandamálum má finna í ástralskri náttúru og hefur aðferðin verið þekkt í Ástralíu í gegnum margar kynslóðir. Ótrúlegir eiginleikar tea tree olíunnar voru uppgötvaðir fyrir hreina tilviljun í suðurhluta Ástralíu fyrir um 1000 árum, í dag eru sótthreinsandi áhrif olíunnar mjög þekkt. Upprunalega olían er náttúruleg og kemur eingöngu úr blöðum áströlsku trjátegundarinnar Melaleuca Alternifolia. Þegar að tréð er um 18 mánaða gamalt má uppskera það og olían er unnin beint úr blöðum jurtarinnar. Margir hafa reynt að rækta jurtina í öðrum löndum en aldrei náð jafn góðum árangri. Olían hentar bæði börnum og fullorðnum.

Lýsing

Tea tree olían hefur löngum verið þekkt fyrir bakteríu- og sveppadrepandi eiginleika sína. Hún er afar virk og mjög sótthreinsandi. Olían er meðal annars góð á sár, bólur, skordýrabit sem  og önnur húðvandamál. Hún getur hindrað myndun inngróinna hára, virkar vel við flensu og drepur sýkingar. Þá hefur hún einnig reynst vel á vörtur og frunsur, ásamt því að hafa marga aðra nytsamlega eiginleika. Gegn frunsum er best er að bera olíuna á frunsu svæði um leið og einkenni finnast. Tea tree olían frá australian bodycare er unnin úr hreinu þykkni. Ólíkt öðrum venjulegum sótthreinsivörum hreinsar tea tree olían yfirborðið sem og undirlag húðarinnar en önnur efni hreinsa einungis yfirborðið. Hægt er að nota hana beint eða blanda henni við eigin húðvörur til að berjast gegn sýkingum og öðrum húðvandamálum.

Sótthreinsandi áhrif olíunnar styrkja ónæmiskerfið

Tea tree olían hefur sannað sótthreinsandi áhrif sín gegn bakteríum. Olían bætir bakteríuflóruna og kemur í veg fyrir að bakteríur komist inn í húðina. Þetta heldur húðvandamálum í skefjum og hindrar að bakteríur fjölgi sér og ræktist í húðinni. Olían hefur einnig reynst vel við þruski í munni, tásvepp, sveppasýkingu í hársverði og til að losna við lús en olíuna er hægt að blanda saman við öll sjampó, en í húðlínunni má einnig finna sjampó sem inniheldur olíuna. Að þvo hárið með tea tree sjampói getur verið fyrirbyggjandi aðferð til að halda frá hinni óvelkomnu lús. Hreinu olíunni má einnig blanda saman við vatn sem síðan er spreyjað yfir hárið. Einnig er hægt að nota olíuna sem moskítóvörn þar sem flugurnar forðast lyktina. Olíuna má nota á húð, hár og neglur. Olían er einnig góð sem sveppaeyðir í þvottavélina.

Olían er mild fyrir húðina og skemmir ekki náttúrulega bakteríuflóru þrátt fyrir djúpverkandi eiginleika sína. Olían er náttúruleg svo hún ertir ekki eða þurrkar húðina þótt hún sé notuð reglulega.

Forvarnir og umhyggja veita heilbrigða húð

Tea tree olían er þekkt fyrir mjög sérstaka lykt. Hún kann að virðast svolítið skörp en sterk lyktin er merki um að olían sé 100% hrein. Lyktin hverfur fljótt eftir notkun en sótthreinsandi áhrifin vara miklu lengur. Olían bæði hreinsar og sótthreinsar ásamt því að róa húð ef um kláða er að ræða. Þá hefur hún einnig mjög græðandi áhrif, gerir húðina sterka, heilbrigða og eykur teygjanleika hennar.

Ásamt hreinu olíunni inniheldur australian bodycare línan hinar ýmsu vörur bæði fyrir húð og hár.

Blöðin af Melaleuca Alternifolia jurtinni

Húðlínan frá Australian body care

Hver kannast ekki við auma og viðkvæma húð eftir rakstur, að fá bólur, útbrot og jafnvel kláða? Þetta eru algeng vandamál sem fólk stendur frammi fyrir eftir að hafa rakað húðina. Australian bodycare húðlínan inniheldur body scrub, body wash og body balm, vörur sem hver og ein hjálpar til við að halda þessum vandamálum í skefjum.

Húðlínan frá Australian bodycare inniheldur m.a. þrjár vörur sem eru einstaklega góðar fyrir rakstur húðarinnar. Vörurnar innihalda allar tea tree olíuna góðu, sem hjálpar til við að halda húðinni hreinni. Þær hjálpa til við að koma í veg fyrir inngróin hár og halda öðrum sýkingum sem geta myndast í húðinni í skefjum. Húðin verður mjúk og falleg og minna um útbrot eða rauðar bólur. Vörulínan er virk gegn inngrónum hárum, rauðum útbrotum og bólum.

Þegar við rökum húðina veitum við bakteríum greiðari leið að því að valda vandamálum í húðinni. Þetta getur valdið útbrotum, bólum, rauðri húð og inngrónum hárum. Með því að nota húðvörurnar frá australian bodycare minnkum við líkurnar á þessum vandamálum, húðin okkar verður mýkri og fær fallegri gljáa.

Notkun

Þvoið húðina í fyrstu með sturtusápunni, á húðinni liggur aragrúi baktería sem við veitum greiða leið inn í húðina um leið og við rökum hana, með því að nota sápuna á undan minnkum við líkurnar á þessu þar sem við fjarlægjum bakteríurnar. Sápan inniheldur einnig efni sem gera húðina teygjanlegri og mýkri og auðvelda þannig raksturinn og minnkar líkurnar á því að við skerum okkur.

Eftir að húðin hefur verið þvegin með sturtu sápunni skal þvo hana vel með líkams skrúbbnum. Í skrúbbnum eru korn sem þrífa húðina dýpra, sápan fjarlægir dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi sem safnast upp í svitaholum húðarinnar sem annars geta valdið inngrónum hárum eða öðrum sýkingum.

Skrúbburinn inniheldur ekki súlfat og viðheldur réttu PH gildi húðarinnar. Skrúbbinn skal nota einu sinni í viku til þess að viðhalda hreinleika húðarinnar, hvort sem við erum að raka okkur eða ekki.

Eftir að húðin hefur verið rökuð og þurrkuð skal bera body balm á þau svæði sem rökuð voru. Kremið gefur húðinni næringu, gljáa og hindrar bakteríur í að setjast á húðina. Body balm inniheldur einnig Tasmansk peber sem kælir húðina og hindrar að okkur svíði eða að við verðum rauð eftir rakstur.

Vörurnar frá Australian bodycare fást í flestum apótekum landsins.

Höfundur Lilja Björk

NÝLEGT