Vörukynning: BCAA Big 6, Grape Flavor

Vörukynning: BCAA Big 6, Grape Flavor

Nú þegar flestir eru komnir í ræktargírinn og ætla að taka nýársheitin um aukna hreyfingu og betri heilsu með trompi, er mikilvægt að huga að næringunni og þeim vörum sem geta hjálpað okkur að auka enn betur afköstin og hjálpa við endurheimt eftir æfingar. Þar er BCAA Big 6 í algjörum sérflokki.

BCAA big 6 er frábær blanda sem hjálpar íþróttafólki að komast í gegnum og jafna sig eftir erfiðar æfingar.  Blandan inniheldur BCAA amínósýrur sem hraða endurheimt og auka vöðvavöxt, amínósýrurnar L-Citrulline, til þess að auka úthald og draga úr þreytu, og L-Glutamine, til að hraða endurheimt vöðva. Einnig inniheldur blandan efnin Taurine, sem talið er auka orku og árvekni, og TMG, til þess að halda vökvajafnvægi í líkamanum.
BCAA big 6 er hreinn drykkur án allra óæskilegra aukaefna, sættur með stevíu og litaður með rauðrófum.
BCAA big 6 er koffínlaus blanda og hentar því einstaklega vel fyrir eða eftir æfingar seinnipart dags eða jafnvel eftir kvöldmat.

BCAA Big 6 fæst í H Verslun en einnig í verslunum Nettó.

Vörur frá NOW

Vörulína NOW samanstendur af matvöru, fæðubótarefnum, vítamínum, ilmolíum og snyrtivörum úr náttúrulegum efnum. Við framleiðsluna er leitast við að nota hrein og tær hráefni.Ef lífrænt er ekki kostur þá gerir NOW kröfur um að hráefnið sé eins náttúrulegt og hægt er. Vörurnar eru án allra litar-, bragð og rotvarnarefna og án óæskilegra uppfylliefna.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest