Vörukynning: Hipp húðvörur fyrir börn

Vörukynning: Hipp húðvörur fyrir börn

Flestir kannast við vörurnar frá Hipp en kannski ekki allir sem vita að frá Hipp kemur einnig húðlína fyrir börnin. Húð ungra barna ilmar einstaklega og er mjög mjúk viðkomu og er fátt dásamlegra en mjúk húð nýfæddra kríla. En húð barna er mjög frábrugðin húð fullorðinna og þarfnast sérstakrar umönnunar á meðan hún þroskast og aðlagast umhverfinu. Það er mikilvægt að huga vel að viðkvæmri húð ungra barna og vernda hana gegn bakteríum og áreiti og þá sérstaklega mikilvægt að huga vel að húðinni fyrsta árið. Það sem þetta þýðir er að húð barna er mun viðkvæmari en okkar og þau eru viðkvæmari fyrir bakteríum og mengunarefnum. Húð ungra barna er opnari og viðkvæmari en hjá þeim eldri, svo öll efni sem þau gleypa í gegnum húðina munu líklega hafa meiri áhrif á þau. Þunn húð ungabarna gleypir raka hraðar en okkar, en þau missa líka raka hraðar, sem getur auðveldlega leitt til þurrar húðar í köldu veðri eða á svæðum sem verða fyrir meira áreiti eins og á bleyju svæðinu.

Húðvörur fyrir börn þurfa því að vera eins náttúrulegar og mildar og mögulegt er og forðast pirrandi tilbúin auakefni og allt sem gæti haft slæm áhrif á viðkvæma húð barna.

Hipp hefur þetta að leiðarljósi í framleiðslu á húðlínunni sinni. Baby Care húðlínan er dásamleg fyrir litlu krílin. Vörulínan er sérstaklega þróuð með þarfir barna í huga og er laus við öll óæskileg innihaldsefni sem geta ert viðkvæma húð. Þarfir barnanna eru settar í forgang og innihaldið í vörunum hugsað út frá því að minnka líkur á ofnæmisviðbrögðum.

Í vörulínunni má finna

HIPP Good night baby bath sem þrífur viðkvæma húð barnsins þíns á blíðlegan hátt. Sandalwood ilmurinn af sápunni getur haft róandi áhrif á barnið og gert það tilbúið fyrir svefninn.

HIPP Foaming handwash er mild sápa sérstaklega ætluð viðkvæmri húð barna.

HIPP Head to toe baby wash sápan hentar viðkvæmri húð og hári, jafnvel frá fyrsta baði.

HIPP Baby shampoo er einstaklega milt sjampó sem má nota alveg frá fyrstu böðum barnsins.

Hipp Baby lotion er milt rakakrem fyrir börn á öllum aldri.

Vörurnar í Baby Care húðlínunni frá Hipp innihalda ekki PEG, paraben eða paraffin. Vörurnar innihalda ekki ofnæmisvaldandi ilmefni (í samræmi við reglugerðir).

Sölustaðir: Fjarðakaup, Hagkaup, Fífan

Höfundur: Lilja Björk

NÝLEGT