Taskan
Takan sjálf er í minni kanntinum þar sem mér finnst mjög óþægilegt að burðast um með risa stóra tösku. Ég fékk mér nýja nýlega og er hún frá nike (AURALUX CLUB – SOLID) og fæst hér .
Hárið
Þar sem ég er með mjög mikið og þykkt hár er mjög mikilvægt að hafa nóg af teygjum á mér þar sem þær eiga það til að slitna. Svo er ég alltaf með eitt mini sett af Maria Nila Silver í töskunni ef ég skyldi ákveða að fara í sturtu í ræktinni. Síðast en ekki síst er ég með Wet Brush. Burstinn, sjampóið og næringin fæst svo hér .
Makeup bag
Ég er með eina litla snitibuddu í töskunni þar sem ég er með eitt af öllu. Svo finnst mér mjög gott að vera líka með einhvað til þess að taka af mér málinguna svo ég er oft með pakka af makeup wipes.
Pre workout
Það er gott að geta gripið í pre workout þegar maður er ekkert mjög peppaður í æfingu. Núna er ég með The Curse í bragðinu Tropical storm og það fæst hér .
Heyrnatól
Allra mikilvægasti hluturinn í rækrina, góð heyrnatól. Mér finnst lang best að vera með stór heyrnatól sem blocka allt hljóð svo ég nái að einbeita mér. Ég er með Beats Studio Wireless Gold.
Sweet Sweat
Nýlega kynntist ég Sweet Sweat og er það algjör snilld á æfingu. Það hjálpar til við vatnslosun sem minnskar útþennsu. Kremið er borið á miðsvæið og beltið sem sett utan um. Ég svitna miklu meira þegar ég er með það og það heldur hita á bakinu og styður við það. Ég er mjög slæm í bakinu svo það er geggjað að vera með stuðning við bakið á æfingum. Sweet Sweat fæst hér .
Æfingateygjur
Það er mjög gott að vera með æfingar teygur í töskunni til þess að geta gripið í þær þegar maður vill gera æfinguna erfiðari með því að bæta þeim við eða hreinlega gera æfingu þar sem einungis teygja er notuð.
Einhvað til þess að grípa í að borða eftir æfingu
Það er ekkert betra en að vera með einhvað einfalt í töskunni til þess að grípa í eftir æfingu þegar maður er oft orðinn mjög svangur. Núna er ég með nýja One stykkið með súkkulaði og hnetusmjörs bragði. Það fæst hér .
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Fitnesssport, Hárland og Nike.