Kafli tekinn úr bók Sölva Tryggvasonar; Á eigin SKINNI.
Eins og þegar hefur komið fram er margt í þessari bók afrakstur ýmissa tilrauna minna með sjálfan mig. Margt af því hefur skilað sér í allskyns venjum til að ná upp orku í daglegu lífi, sem stundum kalla á skemmtilegar samræður. Hvort sem það er náladýnan sem ég hef á gólfinu heima, litla trampólínið eða teygjur og höfuðstöður á undarlegum stöðum.
Hér að framan hefur þegar verið fjallað eitthvað um flesta lykilþætti heilsu og ýmislegt sem getur haft góð áhrif á heilsu fólks. Í þessum kafla langar mig að bæta við nokkrum litlum ráðum sem geta hjálpað verulega í dagsins önn. Einhver af þeim eru að hluta til endurtekning úr fyrri köflum, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Gufuböð eða sána. Að svitna vel með reglulegum hætti er frábær leið til að losa líkamann við þungmálma og eiturefni almennt. Jafnvel þótt maður hreyfi sig oft og svitni þannig er mjög gott að fara reglulega í gufubað og sána. Ofan á hreinsunina sem því fylgir eru einnig aðrir kostir við það. Rannsóknir benda til að tvær eða þrjár ferðir í gufubað á viku þar sem svitnað er vel og setið í dálitla stund geti aukið þol og úthald verulega þar sem það er annars konar áreynsla á hjarta-, lungna-, og æðakerfið en á sér stað við æfingar, þar sem ekki er verið að reyna á vöva á sama tíma. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur jákvæð áhrif gufubaða og sánu á líkamann mæli ég með lesefni eftir sem og viðtölum við dr. Rhondu Patrick sem hefur skapað sér nafn sem einn helsti sérfræingur heims um ýmsar hliðar heilsu.
Trampólín og hopp. Trampólín er ekki bara leiktæki fyrir börn. Rannsóknir benda til þess að hopp í ákveðinn tíma séu ótrúlega áhrifarík leið til að hreinsa frumur likamans og koma sogæðakerfinu á fullt. Besta leiðin til að hopppa áreynslulaust er að nota trampólín, en það má líka bara hoppa á tánum eins og fólk þolir. Aðeins fimm til tíu mínútur af hoppi virðast geta styrkt ónæmiskerfið allt, hjálpað líkamanum að hreinsa sig og styrkt litla vöðva og liðamót í fótum. Auk þess er það að hoppa í nokkrar mínútur frábær leið til að setja kerfið allt af stað ef maður er þreyttur eða þarf hvíld frá huganum. Svolítið eins og að ýta á endurræsingartakka á líkamanum.


Nálastungudýnur. Þær geta verið frábært tæki til að auka slökun og styrkja taugakerfið. Það er ekki að ástæðulausu sem nálastungugur hafa verið stundaðar í Asíu í árhundruð. Þó að dýnur sem þessar hafi kannski ekki alveg sömu áhrif virka þær vel á allan líkamann; hafa mjög góð áhrif á slökunarkerfið allt og slökkva á hræðslustöðvum heilans sem telja okkur trú um að stórhætta sé á ferðum þegar við finnum smá sársáka. Persónulega finnst mér frábært að hafa nálastungudýnu með á ferðalögum og að liggja á henni hjálpar mer að sporna við flugþreytu. Dýnur sem þessar má kaupa á netinu eða í heilsuverslunum.
Snúa sér á hvolf. Það að snúa sér reglulega á hvolf er frábær leið til að gefa líkamanum nátturulegt orkuskot og fá alvöru andlitslyftingu! Þetta ráð er sérstaklega gagnlegt fyrir fólk sem vinnur við tölvur eða önnur kyrrsetustörf. Ef einbeitingin er farin og orkan orðin lítil getur aukið blóð upp í heila gert góða hluti. Með því að hvolfa sér eykur maður blóðflæði til heilans og setur líkamskerfið á fulla ferð. Ef maður getur ekki staðið á höndum eða haus er nóg að slaka sér fram yfir fæturanar og láta haus og hendur hanga samsíða líkamanum niður að gólfi í tíu til þrjátíu sekúndur í senn þrisvar til fimm sinnum og rísa rólega upp á milli.
“Bulletproof kaffi”. Að setja holla fitu út í kaffibollann á morgnana virkar ótrúlega vel. Áhrifin af koffíninu verða bæði mýkri og jafnari og vara lengur. Flestir sem venja sig á “skothelt kaffi á morgnana eiga erfitt með að snúa til baka í venjulegt kaffi. Best er að nota ósaltað smjör, kókosolíu eða kakósmjör út í kaffið.
Létt styrktarhreyfing fyrir stórar máltíðir. Ég nefndi þetta atriði í næringarkaflanum og endurtek það hér þar sem þetta virkar furðulega vel þó að erfitt sé að trúa því. Ef fólk er að reyna að léttast eða kemst ekki á æfingu getur verið mjög árangursríkt að gera stuttar léttar æfingar með eigin líkamsþyngd áður en maður borðar stórar máltíðir tíu til tuttugu hnébeygjur með eigin líkamsþyngd og sami fjöldi af armbeygjum standandi upp við vegg eða teygjur með bönd eru góð leið til að virkja kerfið áður en borðað er. Þannig nýtist orkan úr matnum betur. Ég hef ítrekað gert tilraunir með þetta og þó að það hljómi ótrúlega virðist það svínvirka. Bara það að fæðan nýtist betur í vöðvauppbyggingu. Þeim sem vilja kynna sér þetta betur bendi ég á bókina, The 4 Hour Body eftir Tim Ferriss, þar sem fjallað er um þtta atriði í meiri smáatriðum.
Sigurstaða/Power pose. Það að setja líkamann í sigurstöðu getur beinlínis haft áhrif á hormónaframleiðslu. Rannsóknir benda til þess að það að standa teinréttur í baki með brjóstkassann út og hendurnar upp í loft með kreppta hnefa í eina mínútu hafi bein áhrif á líkamsstarfssemin. Þetta er áhrifarík leið til að fá smá innspýtingu af boðefnum og testósteróni á örskömmum tíma. Þó að auðvitað megi framkvæma þetta á hvaða tíma sem er reynist flestum best að gera þetta á morgnana til að gefa tóninn fyrir daginn.
Afeitrun/detox án þess að fasta. Tvö efni eru sérstaklega öflug til þess að losa líkmann við þungmálma og óæskileg efni; klórella og sérstaklega viðarkol (charcoal) virka mjög vel í þessum tilgangi. Alls kyns sindurefni sem hlaðast upp í líkamnaum yfir langan tíma geta haft mikil áhrif á daglegt líf. Með því að taka litla skammta af þessum tveimur efnum reglulega hjálpar maður líkamanum að losa sig við eiturefni. Þetta er sérstaklega þess virði að pófa fyrir fólk sem glímir við krónískar sýkingar, einkenni vegna myglu eða starfar í slæmu andrúmslofti.
Hér má kaupa Charcoal https://www.hverslun.is/QuickSearch.action?searchInDesc=true
Níasín eða B3-vítamín. Þetta er vatnsleysanlegt vitamin sem hefur mikið verið rannskað í gegnum árin. Eftir að hafa lesið mér til og talað við lækna sem hafa gefið það skjólstæðingum sínum með góðum árangri við einkennum kvíða og athyglisbrests ákvað ég að láta slag standa og gefa því séns. Fyrir mig er ekkert eitt bætiefni sem virkar betur en þetta tiltekna efni. Ef níasín er í hreinu formi (e.flush free) getur það valdið því að húðin roðnar og mann fer að klæja. En eftir að þau áhrif eru afstaðin færist mikil slökun yfir líkamann. Það er erfitt að fá níasín í þessu rétta formi á Íslandi en auðvelt að panta það gegnum netið eða nálgast erlendis. Sjálfum finnst mér best að taka níasín áður en ég fer í gufubað eða heit og köld víxlböð. Þá gefur þetta aukna blóðflæði auka kikk.
Hér má kaupa Níasín á hreinu formi (e.flush free) https://www.hverslun.is/QuickSearch.action?searchInDesc=true
MCT – olíur. Hrein fita sem hjálpar líkamanum að fara hraðar inn í fitubrennsluástand. Margir finna bætta einbeitingu við að taka inn þessar tegundir af olíu og mjög góð áhrif á heilastarfsemi almennt. Rétt er að benda á að fara hægt í sakirnar í skammtastærðum þar sem meltingin getur truflast af of mikilli inntöku.
Hér má kaupa MCT olíur og kókosolíu https://www.hverslun.is/QuickSearch.action?searchInDesc=true
Stuttir göngutúrar. Þetta er eitt af þessum hefðbundnu ráðum sem hljóma oft eins og helber þvæla en staðreyndin er einfaldlega sú að göngutúrar, sérstaklega úti í náttúrunni, gefa heilanum meira rými og geta skilað manni til baka með nýjar lausnir á vandamálum. Þegar manni finnst allur heimurinn hvíla á herðum sér og þarf að taka mikilvægar ákvarðanir er oft vænlegast að fara í stuttan göngutúr án snjallsímans og sjá hvort maður sér hlutina ekki í nýju ljósi þegar maður kemur til baka.
Gleraugu sem sía út bláa birtu. Í fyrsta skipti sem ég notaði gleraugu af þessu tagi að kvöldlagi sofnaði ég eins og barn yfir sjónvarpsþætti í fyrsta skipti í áratug. Það að geta farið í tölvuna á kvöldin, horft á sjónvarpið eða annað, án þess að því fylgi áreiti blárrar birtu, er algjör snilld. Ég mæli sterklega með því að gefa svona gleraugum séns. Einkum og sér í lagi fyrir þá sem eiga erfitt með að sofa eða slaka á.
Stutt kraftöndun. Bæði Wim Hof kraftöndun og khabalabati-jóga öndun eru mjög góðar leiðir til að fá nátturulegt orkuskot þegar þörf er á. Sérstaklega ef þessar æfingar eru gerðar í fersku lofti undir berum himni. Þær hjálpa til við að pumpa fersku súerfni inn í líkamann og auka líkurnar á dýpri öndun yfir daginn. Þegar hefur verið fjallað um khabalabati, en Wim Hof öndun gengur í grunninn út á að anda að fullu að sér en aðeins fimmtíu til sjötíu prósent frá sér í tuttugu til fjörutíu skipti í röð og halda svo niðri í sér andanaum að því loknu. Það er auðvelt að finna það á netinu hvernig á að framkvæma þessa öndurnartækni. Aðeins nokkrar mínútur af þessum öndurnaræfingum geta skilað manni í nýtt og betra ástand í dagsins önn.
Sund. Þetta er ein elsta heilsubót Íslendinga sem gleymist oft í nútímanum. Við búum ótrúlega vel að hafa aðgang að öllum þessum sundlaugum um allt land. Það að leyfa líkmanum að vera í vatni hefur frábær áhrif, auk þess sem ferð í sundlaugarnar útilokar möguleikann á snjallsímum og öðru áreiti. Eins og með göngutúra hljómar þetta kannski of einfalt en það að fara í sund reglulega gerir einfaldlega öllum gott.
Stuttar þakklætisæfingar. Þegar dagurinn gengur erfiðlega eða manni finnst lífið eitthvað ósanngjarnt getur verið lygilega áhrifaríkt að færa athyglina beint yfir á þakklæti. Finna fimm til tíu atriði sem maður getur þakkað fyrir og anda því rólega inn, jafnvel þótt tilfinningakerfi manns vilji festast í pirringi og leiðindum. Þegar maður nær tökum á þessu verður það smátt og smátt auðveldara og gerist meira sjálfkrafa.
Ískalt andlitsbað. Það er ekki tilviljun að þetta hefur ferið húsráð í gegnum kynslóðir og nokkuð sem margir gera oft án mikillar umghugsunar. Að skola andlitið upp úr köldu vatni þegar manni finnst álagið mikið tekur enga stund en er áhrifarík leið til að gefa heilanum orkuskot og getur virkað ótrúlega vel í amstri dagsins.
Góð birta og jarðtenging. Ef maður er búinn að fara í langt flug eða er illa sofinn getur snarvirkað að fara út án sólgleraugna í sólarljós í stutta stund eða ganga berfættur á grasi eða í sandi. Það virkar eins og endurræsing fyrir líkamann. Aðeins nokkrar mínútur geta gert gæfumuninn.
Áhugavert lesefni
Tools of Titans – Tim Ferriss
4 Hour Body – Tim Ferriss
Head Strong – Dave Asprey
The Awakened Ape: A Biohacker´s Guide to Evolutionary Fitness – Jevan Pradas
Limitless Biohacking – Forrest A. Smith og Conrad F. Smith